Nú styttist óðum í innanhúsmót USVS í frjálsíþróttum sem áætlað er á Kirkjubæjarklaustri þann 2. mars næstkomandi.
Líkt og fyrri ár ætlum við að hita upp fyrir mótið og bjóða upp á nokkrar æfingar. Að þessu sinni verða fjögur skipti í boði. Frjáls mæting og hver og einn getur mætt þegar hentar. Hvort sem það er einu sinni eða í öll fjögur skiptin.
Dagsetningar eru eftirfarandi:
Miðvikudagur 21. febrúar (16:00-17:00)
Föstudagur 23. febrúar (14:00-15:00)
Miðvikudagur 28. febrúar (16:00-17:00)
Föstudagur 1. mars (14:00-15:00)
Ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt að ganga frá skráningu í vefverslun UMFÁ á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann Opnað verður fyrir skráningu á morgun, þriðjudaginn 20. febrúar.