Fréttir

Íþróttastarf haustannar hefst í næstu viku

Eftir smá pásu að loknu sumarstarfi hefst íþróttastarf haustannar í næstu viku. Íþróttastarf barna og unglinga hefst þá en áætlað er að íþróttastarf fullorðna og 60+ fari af stað í seinni hluta september mánaðar.

Talsverð breyting er á tímatöflunni frá því sem var síðasta vetur. Fótbolti verður á mánudögum hjá 1.-10. bekk, körfubolti 5.-10. bekkjar á þriðjudögum, frjálsar íþróttir 1.-10. bekkjar á miðvikudögum sem og karate 1.-10. bekkjar. Á fimmtudögum er svo körfubolti 1.-4. bekkjar á dagskránni.

1.-4. bekkur hefur áfram kost á því að stunda íþróttaæfingar innan skólatíma. Nú á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Lagt er upp með strax í upphafi að þeim sé skipt upp í tvo hópa, 1.-2. bekkur æfir saman og svo 3.-4. bekkur. Þessi skipting kann þó að breytast ef þátttaka verður ekki góð í einhverjum hópi. Allt er þetta birt með fyrirvara um breytingar.

Samstarf Ungmennafélagsins ÁS, Skaftárhrepps og Kirkjubæjarskóla heldur áfram með “Allir með” verkefninu sem tekið var upp á síðasta skólaári og heppnaðist afar vel. Skráningarblöðum fyrir það verður dreift í næstu viku.

Fyrsta vikan verður svokölluð “prufuvika” þar sem öllum gefst kostur á að mæta og prófa æfingar. Skráning hefst svo að því loknu, í vikunni 9.-15. september. Eins og alltaf hvetjum við krakkana til að nýta þetta tækifæri, mæta og prófa! Þegar að þessu kemur er hlutverk foreldra afar mikilvægt, hvetjið börnin ykkar til að prófa sem mest 🙂