Fréttir

Ungir ÁSAR stóðu uppi sem sigurvegarar

Körfuboltamót UMFÁS, sem að þessu sinni bar heitið “Móðuharðindin 2024”, var haldið í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri síðastliðinn laugardag. Þetta var í þriðja sinn sem mótið var haldið og höfðu gamlir ÁSAR titil að verja frá síðustu tveimur mótum.

Á mótið mættu til leiks fimm lið, úr Skaftárhreppi ÁS old boys og ÁS young bloods, úr Hafnarfirði Koli og Skar-Koli, fulltrúar Rangárvallasýslu voru Garparnir. Úr varð hið skemmtilegasta mót og fjölmenni var á áhorfendapöllunum.

ÁS old boys tókst ekki að verja titilinn en hann verður þó áfram innan raða Ungmennafélagsins ÁS. Að þessu sinni stóðu ÁS young bloods uppi sem sigurvegarar með fullt hús stiga.

Úrslit mótsins.
1. sæti ÁS young bloods 8 stig
2. sæti Skar-Koli 6 stig
3. sæti Koli 4 stig
4. sæti ÁS old boys 2 stig
5. sæti Garpur 0 stig

Í lok mótdags var haldið lokahóf á Bike farm í Mörtungu og þar voru veittar hinar ýmsu viðurkenningar.
Nýliði ársins: Gísli Scar-Koli
Tilþrif ársins: Skarphéðinn young bloods
Bjartsýnisverðlaunin: Garpar
Slögg ársins: Pálmar Atli
Þjálfari ársins: Moli
Besta hárgreiðslan: Gunnar Pétur
Flottasta 3ja stiga: Gunnar Erlends
1. sæti: ÁS Young Blood

Ungmennafélagið ÁS þakkar öllum sem komu að mótinu kærlega fyrir skemmtilegan dag! Sérstakar þakkir færum við sjálfboðaliðum sem sáu um dómgæslu, tíma- og stigavörslu á mótinu.