Þann 13. apríl síðastliðinn fór vormót USVS í körfubolta fram á Kirkjubæjarklaustri. Framkvæmd mótsins var í höndum Ungmennafélagsins ÁS.
Á mótinu kepptu iðkendur frá 5 félögum, UMFÁS, Umf. Kötlu, Umf. Dímoni, Umf. Heklu og Umf. Garpi. Alls voru þetta um 60 keppendur og þar af átti Ungmennafélagið ÁS 15.
Ófærð milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs að morgni mótsdags varð til þess að seinka þurfti mótinu um hálftíma. Keppni hófst upp úr kl. 10 og lauk um kl. 14. Á þessum tíma voru spilaðir 20 leikir í aldursflokkum 1.-6. bekkjar og gekk mótið afar vel fyrir sig.
Að mótinu komu um 15 sjálfboðaliðar úr röðum UMFÁS. Það verður aldrei of oft sagt hversu mikilvægir sjálfboðaliðar eru fyrir ungmennahreyfinguna og færum við okkar fólki enn og aftur innilegar þakkir fyrir aðstoðina.
UMFÁS og Umf. Katla tefldu fram sameiginlegum liðum í 1.-2. bekk.
Lið UMFÁS í 3.-4. bekk.
Hér má sjá lið UMFÁS í 5.-6. bekk ásamt þjálfara sínum Þorsteini Val. Þeir unnu alla fjóra leiki sína á mótinu.