Fréttir

USVS fótboltaæfing á Kirkjubæjarklaustri

Næstkomandi laugardag, 3. febrúar, er stefnt á að hefja á nýjan leik sameiginlegar fótboltaæfingar ungmennafélaganna í Vestur-Skaftafellssýslu.

Fyrsta sameiginlega æfing vetrarins verður á Kirkjubæjarklaustri. 1.-4. bekkur æfir frá kl. 10:30-11:30 og 5.-10. bekkur frá kl. 11:30-13:00.

Einn af lykilþáttum þessara æfinga er félagslegi þátturinn. Að auka samskipti og vináttu milli barna og unglinga í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi.

Vekjum þó athygli á því að við fylgjumst vel með veðurspám fyrir laugardaginn. Það er allra veðra von þessa dagana og spáin fyrir laugardaginn lítur ekki vel út. Því gæti komið til þess að þessari æfingu verði frestað.

Skráning fer fram inni í fótboltahópunum á Sportabler þar sem æfingarnar eru komnar inni í dagskrána.