Fréttir

Íþróttaskóli vorarnnar byrjar 14. janúar

Íþróttaskóli vorannar hefst á sunnudaginn! Boðið verður upp á íþróttaskóla í 8 skipti á vorönn, á tímabilinu 14. janúar til 17. mars en allar dagsetningar má sjá hér að neðan.

Í íþróttaskólanum er fjölbreytt hreyfing og góð samvera barna og foreldra. Í íþróttaskóla læra börn allar grunnhreyfingarnar. Íþróttaskólinn er fyrir 3-5 ára. Umsjón hefur Fanney Ólöf Lárusdóttir.

Íþróttaskólinn er niðurgreiddur af styrkjum sem Ungmennafélagið hefur fengið frá Systrakaffi og Kvenfélaginu Hvöt og Kvenfélagi Kirkjubæjarhrepps. Takk kærlega fyrir! Hægt er að kaupa öll 8 skiptin á kr. 7000 eða stakan tíma á kr. 1000.

Skráning er í fullum gangi á Sportabler! Hvetjum alla til að ganga frá skráningu sem fyrst.
Tengill í vefverslun á Sportabler þar sem skráning fer fram: https://www.sportabler.com/shop/umfarmann/1

Dagsetningar íþróttaskóla: 14. janúar, 21. janúar, 28. janúar, 11. febrúar, 25. febrúar, 3. mars, 10. mars, 17. mars. Tímasetningin er 10:30-11:30.