Fréttir

Göngudagskrá UMFÁS sumarið 2025 – Vilt þú bjóða upp á göngu?

Við ætlum að endurtaka leikinn frá því síðasta sumar og vera með göngur á föstudögum á komandi sumri. Fyrsta ganga sumarsins verður 13. júní og sú síðasta 25. júlí.

Unnið er að því að setja saman göngudagskrá fyrir sumarið. Hafi einhver áhuga á því að bjóða upp á göngu í sínu nærumhverfi í sumar væri það mikið skemmtilegt!

Dagsetningar sumarsins eru eftirfarandi:
13. júní
20. júní
4. júlí – Vantar
11. júlí
18. júlí – Vantar
25. júlí – Vantar

Endilega hafið samband við Sigga íþróttafulltrúa í síma 691-9594 eða í tölvupósti, siggi@klaustur.is ef þið hafið áhuga á að bjóða upp á göngu.