Á aðalfundi Ungmennafélagsins ÁS sem fór fram síðastliðinn föstudag, 7. mars, var dregnir út 8 heppnir vinningshafar sem tóku þátt í hreyfiátaki UMFÁS og náðu 7 klst. lágmarkinu.
Í upphafi þegar átakið var sett af stað var fyrirtækjum boðið að styðja við átakið með því að leggja til vinninga. Jafnframt var sett út auglýsing þar sem öllum áhugasömum fyrirtækjum gafst kostur á að styðja við átakið. Viðbrögðin voru mjög jákvæð og þökkum við öllum innilega fyrir stuðninginn.
Eftirfarandi fyrirtæki gáfu vinninga:
Hótel Klaustur
Sláturfélag Suðurlands
Stracta Apartments
Systrakaffi
Íþróttamiðstöðin Kirkjubæjarklaustri
Jako Sport
Iceland Bike Farm
Vinningshafarnir eru:
(vinningarnir voru dregnir út í þessari röð)
Vinningur frá Sláturfélagi Suðurlands: Guðríður Jónsdóttir
Vinningur frá Iceland Bike Farm: Rúnar Smári
Vinningur frá Jako Sport: Ólafía Davíðsdóttir
Vinningur frá Systrakaffi: Fanney Ólöf
Vinningur frá Íþróttamiðstöðinni: Guðfinna Þórdís
Vinningur frá Sláturfélagi Suðurlands: Þórgunnur María
Vinningur frá Stracta Apartments: Bjarni Bjarnason
Vinningur frá Hótel Klaustri: Anna Magdalena Buda
Nánar um átakið:
Átakið hófst um miðjan janúar og stóð yfir út febrúar. Skráningarblað var í íþróttamiðstöð þar sem fólk skráði hreyfingu sína í íþróttamiðstöðinni hvort sem það var innan dagskrár UMFÁS eða í líkamsrækt/sundi. Allir þeir sem náðu 7 klst. lágmarkinu í hreyfingu á þessu tímabili áttu möguleika á því að vinna glæsilega vinninga. Þeir sem náðu lágmarkinu með því að mæta á viðburði UMFÁS fóru x2 í pottinn þegar dregið var. 55 skráðu hreyfingu einu sinni eða oftar á þessu tímabili, þar af voru 22 sem náðu lágmarkinu og af þeim voru 16 sem tókst það með því að mæta á viðburði UMFÁS . Afar vel heppnað tilraunarverkefni sem mun án nokkurs vafa festa sig í sessi til framtíðar.