Fréttir

Íþróttaskóli 1. mars – Skráning hafin

Íþróttaskóli 2-5 ára barna hjá UMFÁS verður haldinn 1. mars nk. kl. 10.

Foreldrar tveggja ára barna þurfa að meta hvort þau treysti börnunum sínum í þetta verkefni.

Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnunum fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera.

Efla hreyfinám og hreyfifærni sem stuðlar að auknum hreyfiþroska, líkamsþroska, félagsþroska…. Svo eitthvað sé nefnt.

Við uppsetningu Íþróttaskólans er spáð í grunnhreyfingarnar, þ.e. skríða, ganga, læðast, hlaupa, hoppa/stökkva, jafnvægi, hrynjandi, spyrna, velta, lyfta, grípa, ýta, draga, klifra, hanga, kasta, slá…..

Vefverslun á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann/