
Að baki er skemmtileg karatehelgi í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri þar sem Gunnlaugur Sigurðsson yfirþjálfari karatedeildar Hauka og Gunnar Erlendsson karateþjálfari UMFÁS voru með metnaðarfulla og flotta dagskrá.
Boðið var upp á námskeið í gær og fyrir hádegið í dag. Eftir hádegið lauk námskeiðinu með prófi sem allir iðkendur tóku og stóðust. Fyrir að standast prófið vinna þau sér inn nýtt belti.
Heldur betur flottur hópur og erum við mikið þakklát fyrir það góða starf sem Gunnar vinnur með karatehópnum! Einnig er dýrmætt að fá Gunnlaug í heimsókn ár eftir ár til að styðja við starfið.
