
Borðtennissamband Íslands heimsækir Kirkjubæjarklaustur laugardaginn 12. apríl næstkomandi. Alltaf ánægjulegt þegar sérsamböndin kíkja í heimsókn!
Fyrirkomulagið verður svoleiðis að byrjað verður á opinni æfingu fyrir allan aldur, ungir sem aldnir hvattir til að mæta. Að æfingu lokinni verður gert hlé og eftir hlé verður boðið upp á borðtennismót fyrir þá sem vilja.
Endilega takið daginn frá og kynnið ykkur borðtennis þann 12. apríl!