Fréttir

Íþróttastarf barna og unglinga á vorönn

Íþróttastarf á vorönn 2025 fer formlega af stað mánudaginn 13. janúar. Það verður með nokkuð svipuðu sniði og áður að frátaldri breytingu á aldursskiptingu í boltagreinum.

Helsta breytingin frá haustönn er sú að aldursskipting í boltagreinum breytist, það er að segja körfubolta og fótbolta og verður sem hér segir:
1.-3. bekkur
4.-6. bekkur
7.-10. bekkur

Nokkrir punktar vegna breytingar á aldursskiptingu.

-Með minna aldursbili verða til jafnari hópar og því betri tækifæri fyrir alla til að njóta sín og taka framförum.

-Lykilinn að því að þessi aldursskipting gangi upp er góð þátttaka!

-Þrátt fyrir þessa breytingu verður 4. bekkur áfram innan “Allir með” verkefnisins. Fótbolta- og körfuboltaæfingar 4. bekkjar verða nú beint eftir skóla en frjálsar íþróttir áfram innan skólatíma. Þeim stendur því sem sagt áfram til boða að stunda eina íþróttagrein á viku sér að kostnaðarlausu.

Allir með verkefnið

Ekki verður dreift út nýjum valblöðum vegna Allir með, samstarfsverkefnis Kirkjubæjarskóla, Skaftárhrepps og Ungmennafélagsins ÁS, fyrir vorönnina. Þær greinar sem nemendur 1.-4. bekkjar völdu í haust eru áfram í gildi. Ef einhverjir óska þess að skipta um grein í Allir með þá er það sjálfsagt mál, ef þannig stendur á skuluð þið setja ykkur í samband við Sigga íþróttafulltrúa og hann græjar það.

Skráning og opnar æfingar

Allar æfingar eru opnar fyrstu tvær vikurnar, frá 13. janúar til 23. janúar og þá gefst krökkunum kostur á að prófa sig í þeim greinum sem þau vilja. Lokað verður fyrir skráningu á Sportabler um mánaðamótin og er síðasti skráningardagur 31. janúar.

Hér má finna vefverslunina á Sportabler https://www.abler.io/shop/umfarmann/1

Hér að neðan má finna nánari upplýsingar um þær íþróttagreinar sem verða í boði á vorönn 2025!