Íþróttastarf barna og unglinga á vorönn

Íþróttastarf á vorönn 2025 fer formlega af stað mánudaginn 13. janúar. Það verður með nokkuð svipuðu sniði og áður að frátaldri breytingu á aldursskiptingu í boltagreinum. Helsta breytingin frá haustönn er sú að aldursskipting í boltagreinum breytist, það er að segja körfubolta og fótbolta og verður sem hér segir: 1.-3. bekkur4.-6. bekkur7.-10. bekkur Nokkrir punktar vegna breytingar á aldursskiptingu. -Með minna aldursbili verða til jafnari hópar og því betri tækifæri fyrir alla til að njóta sín og taka framförum. -Lykilinn að því að þessi aldursskipting gangi upp er góð þátttaka! -Þrátt fyrir þessa breytingu verður 4. bekkur áfram innan "Allir…
Lesa

Árið okkar – Upprifjun frá árinu 2024

Ungmennafélagið ÁS gerir upp árið 2024 hér á heimasíðu félagsins. Nú er komið að því að ljúka þessari upprifjun með því að líta yfir og rifja upp hvað var um að vera frá september og út desember. Íþróttastarf haustannar hófst í byrjun september með nokkuð hefðbundu sniði. Stærsta breytingin var þó sú að ekki lengur var boðið upp á blak fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Þess í stað komu frjálsar íþróttir inni í dagskrána. Fótbolti, körfubolti og karate voru að venju á dagskránni. Þátttaka var nokkuð góð. Fyrsti viðburður haustannar var ferð knattspyrnuiðkenda í 5.-10. bekk til Reykjavíkur á…
Lesa