Vel heppnuð karatehelgi á Klaustri
Helgina 25.–26. október var haldið skemmtilegt karatenámskeið á Kirkjubæjarklaustri. Í tengslum við námskeiðið fengum við góða heimsókn frá Breiðdalsvík og var mjög gaman að sjá þátttöku og áhuga bæði heimamanna og gesta. Skaftárhreppur vill þakka þátttakendum og þjálfurum kærlega fyrir frábæra helgi og góða stemningu. Sérstakar þakkir fá Hótel Klaustur, Systra kaffi og félagsheimilið fyrir stuðninginn við okkur. Svona samstarf og heimsóknir styrkja tengsl milli byggðarlaga og gefa börnum og ungmennum tækifæri til að kynnast nýjum vinum í gegnum íþróttir.

