Vel mætt í laugina “fyrir opnun”

Vel mætt í laugina “fyrir opnun”

Það hefur verið mjög vel mætt í laugina þá morgna sem við opnum hana fyrr fyrir 60+ hópinn, og sjáum við greinilega hvað þessi þjónusta skiptir máli. Við munum halda þessu áfram í vetur og jafnvel skoða að bæta við fleiri dögum, en eins og er er laugin opin fyrir þennan hóp á mánudögum og föstudögum kl. 10–11. Þetta er, svo vitað sé, eini VIP-klúbburinn á Klaustri – og okkur finnst það bara nokkuð flott.
Lesa
Við minnum á íþróttir fyrir fullorðna                     A reminder: Sports for adults

Við minnum á íþróttir fyrir fullorðna A reminder: Sports for adults

Flest kvöld vikunnar eru í boði fjölbreyttar íþróttir fyrir fullorðna í íþróttasalnum á Kirkjubæjarklaustri. Allir eru velkomnir til að taka þátt, hvort sem um er að ræða reglulega iðkendur eða þá sem vilja bara hreyfa sig og hafa gaman. Most evenings we offer a variety of sports activities for adults in our sports hall in Kirkjubæjarklaustur. Everyone is welcome to join — whether you train regularly or just want to move and have fun.
Lesa
Nýir boltar fyrir yngstu iðkendurna

Nýir boltar fyrir yngstu iðkendurna

KKÍ hafði samband og bauð okkur að sækja nýja bolta fyrir yngstu iðkendurna. Mikil ánægja er með boltana, þeir eru léttir og henta sérstaklega vel fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Við þökkum okkur!
Lesa
Vel heppnuð karatehelgi á Klaustri

Vel heppnuð karatehelgi á Klaustri

Helgina 25.–26. október var haldið skemmtilegt karatenámskeið á Kirkjubæjarklaustri. Í tengslum við námskeiðið fengum við góða heimsókn frá Breiðdalsvík og var mjög gaman að sjá þátttöku og áhuga bæði heimamanna og gesta. Skaftárhreppur vill þakka þátttakendum og þjálfurum kærlega fyrir frábæra helgi og góða stemningu. Sérstakar þakkir fá Hótel Klaustur, Systra kaffi og félagsheimilið fyrir stuðninginn við okkur. Svona samstarf og heimsóknir styrkja tengsl milli byggðarlaga og gefa börnum og ungmennum tækifæri til að kynnast nýjum vinum í gegnum íþróttir.
Lesa
Fyrsti gesturinn!

Fyrsti gesturinn!

Jan, góður vinur og velunnari laugarinnar, var meðal fyrstu gesta eftir opnun. Hann sagði laugina ferskari og notalegri en nokkru sinni fyrr og lofaði að kíkja oft aftur. Takk fyrir komuna, Jan – og vonandi var kaffið jafn gott og potturinn!
Lesa