Síðasta ganga sumarsins – Gengið að Skálmarbæjarhrauni

Eftir frábært göngusumar er nú komið að síðustu göngu sumarsins. Að þessu sinni eru það Álftveringar sem bjóða okkur á sínar slóðir. Gangan verður á morgun, föstudaginn 25. júlí kl. 18:00. Gengið verður að eyðibýlinu Skálmarbæjarhrauni. Mæting er við Laufskálavörðu kl. 18:00. Þar verður sameinast í bíla þar sem ekinn verður jeppaslóði. Við tekur svo ganga sem er samtals um 2km. Göngustjórar eru Sæunn Káradóttir og Konný Sif. Verið öll velkomin!
Lesa

Næsta ganga í Fljótshverfi

Við höldum áfram að ganga saman á föstudögum! Næstkomandi föstudag, 18. júlí, er komið að því að ganga í Fljótshverfi. Það er Björn Helgi, Bjössi á Kálfafelli, sem hefur umsjón með göngunni. Mæting er í hlaðið á Kálfafelli kl. 19:00, þar verður sameinast í bíla þar sem ekinn verður slóði sem aðeins er fær jeppum upp í Kálfafellsheiði. Gengið verður að Djúpá og upp með Djúpárgljúfri, með flúðum og fossum. Gera má ráð fyrir að gangan taki eitthvað á bilinu 2-3 klst. Gangan er u.þ.b. 4 km. Verið öll velkomin!
Lesa

Næsta ganga í Skaftártungu

Við höldum áfram að ganga saman á föstudögum! Næstkomandi föstudag, 11. júlí, er komið að því að ganga í Skaftártungu. Það eru Pálmar Atli og María Ösp sem hafa umsjón með göngunni. Mæting er kl. 19:00 í hlaðið á Ljótarstöðum þaðan sem gengið verður meðfram Tungufljóti að Hrossafossi. Gangan er nokkuð létt og þægileg, u.þ.b. 6 km. Frábær mæting hefur verið í göngum sumarsins sem er svo sannarlega mjög ánægjulegt. Fjölmennum!
Lesa

Mikið líf og fjör á leikjanámskeiði

Leikjanámskeiði UMFÁS lauk í dag. Námskeiði var tvískipt í ár, fyrstu dagar námskeiðsins voru 18.-20. júní og seinni hlutinn 30. júní til dagsins í dag. Fyrsta námskeiðið í þessari mynd fór fram árið 2020 og var þetta því sjötta árið í röð sem boðið er upp á leikjanámskeið með þessu sniði. Öll árin höfum við fengið slökkvilið Skaftárhrepps í heimsókn og erum við innilega þakklát þeim fyrir það. Það vekur alltaf mikla lukku hjá krökkunum og kíktu þeir einmitt í heimsókn til okkar í dag í blíðunni. Góð og skemmtileg samvera lýsir námskeiðunum best. Fullt af leikjum og hinar ýmsu…
Lesa