Mikið líf og fjör á leikjanámskeiði

Leikjanámskeiði UMFÁS lauk í dag. Námskeiði var tvískipt í ár, fyrstu dagar námskeiðsins voru 18.-20. júní og seinni hlutinn 30. júní til dagsins í dag. Fyrsta námskeiðið í þessari mynd fór fram árið 2020 og var þetta því sjötta árið í röð sem boðið er upp á leikjanámskeið með þessu sniði. Öll árin höfum við fengið slökkvilið Skaftárhrepps í heimsókn og erum við innilega þakklát þeim fyrir það. Það vekur alltaf mikla lukku hjá krökkunum og kíktu þeir einmitt í heimsókn til okkar í dag í blíðunni. Góð og skemmtileg samvera lýsir námskeiðunum best. Fullt af leikjum og hinar ýmsu…
Lesa