28
Feb
2025
28
Feb
2025
27
Feb
2025
Íþróttaskóli 1. mars – Skráning hafin
Íþróttaskóli 2-5 ára barna hjá UMFÁS verður haldinn 1. mars nk. kl. 10. Foreldrar tveggja ára barna þurfa að meta hvort þau treysti börnunum sínum í þetta verkefni. Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnunum fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera. Efla hreyfinám og hreyfifærni sem stuðlar að auknum hreyfiþroska, líkamsþroska, félagsþroska…. Svo eitthvað sé nefnt. Við uppsetningu Íþróttaskólans er spáð í grunnhreyfingarnar, þ.e. skríða, ganga, læðast, hlaupa, hoppa/stökkva, jafnvægi, hrynjandi, spyrna, velta, lyfta, grípa, ýta, draga, klifra, hanga, kasta, slá….. Vefverslun á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann/
23
Feb
2025
Átta stóðust karatepróf
Að baki er skemmtileg karatehelgi í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri þar sem Gunnlaugur Sigurðsson yfirþjálfari karatedeildar Hauka og Gunnar Erlendsson karateþjálfari UMFÁS voru með metnaðarfulla og flotta dagskrá. Boðið var upp á námskeið í gær og fyrir hádegið í dag. Eftir hádegið lauk námskeiðinu með prófi sem allir iðkendur tóku og stóðust. Fyrir að standast prófið vinna þau sér inn nýtt belti. Heldur betur flottur hópur og erum við mikið þakklát fyrir það góða starf sem Gunnar vinnur með karatehópnum! Einnig er dýrmætt að fá Gunnlaug í heimsókn ár eftir ár til að styðja við starfið.
23
Feb
2025
22
Feb
2025
Viðburðaríkir dagar
Það er mikið líf í starfi Ungmennafélagsins ÁS þessa dagana og er þessi helgi gott dæmi um það. Körfubolti:Fyrsti viðburður helgarinnar fór fram í Vík í síðdegis í gær þar sem lið ÁS mætti Dímon/Heklu/Garpi í körfubolta 7.-8. bekkjar. Tveir iðkendur Umf. Kötlu spiluðu einnig með ÁS í leiknum og þökkum við þeim fyrir að spila með okkur í ÁS. Um var að ræða fyrsta leik liðs ÁS í þessu fyrirkomulagi, 4x8 mínútur og spilað á stóran völl í 5 á móti 5. Leikurinn var sérstaklega hugsaður sem undirbúnings leikur fyrir Íslandsmót KKÍ um næstu helgi þar sem ÁS mun…
21
Feb
2025
BTÍ heimsækir Kirkjubæjarklaustur
Borðtennissamband Íslands heimsækir Kirkjubæjarklaustur laugardaginn 12. apríl næstkomandi. Alltaf ánægjulegt þegar sérsamböndin kíkja í heimsókn! Fyrirkomulagið verður svoleiðis að byrjað verður á opinni æfingu fyrir allan aldur, ungir sem aldnir hvattir til að mæta. Að æfingu lokinni verður gert hlé og eftir hlé verður boðið upp á borðtennismót fyrir þá sem vilja. Endilega takið daginn frá og kynnið ykkur borðtennis þann 12. apríl!
18
Feb
2025
Íþróttaskóli á laugardaginn
Fyrsti íþróttaskóli vorannar verður á laugardaginn 22. febrúar frá kl. 10:00-11:00 Það er Fanney Ólöf sem hefur umsjón með íþróttaskólanum líkt og síðustu ár. Vakin er athygli á því að hvert skipti fyrir sig verður auglýst sérstaklega. Verð fyrir eitt skipti er kr. 2500 og fer skráning fram á Sportabler. Í íþróttaskólanum er fjölbreytt hreyfing og góð samvera barna og foreldra. Í íþróttaskóla læra börn allar grunnhreyfingarnar. Íþróttaskólinn er fyrir 3-5 ára. Vefverslun á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann/
18
Feb
2025
17
Feb
2025