Handboltafjör í janúar

Það er nú orðin árleg hefð að vera með handboltanámskeið í kringum stórmótin í handbolta. Námskeiðið að þessu sinni fór fram dagana 16.-18. janúar. Námskeiðið var í boði styrktaraðila UMFÁS. Fyrsta dag námskeiðsins fengum við heimsókn frá fulltrúum HSÍ. Það voru Selfyssingarnir þeir Örn Þrastarson og Rúnar Hjálmarsson sem komu til okkar. Ungmennafélagið ÁS leitaði til Kirkjubæjarskóla með samstarf í tilefni þessarar heimsóknar sem tekið var vel í og tóku allir nemendur grunnskólans þátt á handboltaæfingu þann 16. janúar. Næstu tvo daga var svo boðið upp á námskeið þar sem Sigurður Eyjólfur hafði umsjón með æfingum. Endað var á því…
Lesa