Skráning á innanhúsmót USVS

Innanhúsmót USVS í frjálsíþróttum fer fram á Kirkjubæjarklaustri næstkomandi laugardag, 2. mars. Mótið hefst kl. 10. Skráning er hafin hjá USVS. Keppnisgreinar:7 ára og yngri: Langstökk án atrennu, boltakast og þrautabraut.8-9 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu og boltakast.10-11 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.12-13 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.14-15 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.16 ára og eldri: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp. Skráning á mótið berist á netfangið usvs@usvs.is í síðasta lagi sólarhring fyrir mót. Með skráningarpósti þarf að fylgja…
Lesa

Dagskrá vikunnar – Hreyfing fyrir alla

Við minnum hér á það sem framundan er ! Hreyfing fyrir alla aldurshópa í boði. Vekjum sérstaka athygli á því að lokaspretturinn í Lífshlaupinu er framundan. Síðasti keppnisdagur er á morgun, þriðjudag 27. febrúar.
Lesa

Ert þú með hugmynd? Opið fyrir umsóknir í æskulýðssjóð

Nú hafa aðildarfélög USVS kost á því að sækja um styrk í æskulýðssjóð sambandsins sem úthlutað er úr árlega. Undanfarin ár hafa mörg verkefni frá Ungmennafélögunum Ármanni og Skafta fengið styrk úr sjóðnum. Hér á meðfylgjandi auglýsingu má kynna sér reglur sjóðsins. Ef þú ert með hugmynd t.d. um eitthvað námskeið sem væri gaman að fá á svæðið eða eitthvað annað sem passar við reglur sjóðsins, endilega hafðu samband við Sigga íþróttafulltrúa. Hann er með netfangið siggi@klaustur.is
Lesa

Æfingar í frjálsíþróttum fyrir innanhúsmót

Nú styttist óðum í innanhúsmót USVS í frjálsíþróttum sem áætlað er á Kirkjubæjarklaustri þann 2. mars næstkomandi. Líkt og fyrri ár ætlum við að hita upp fyrir mótið og bjóða upp á nokkrar æfingar. Að þessu sinni verða fjögur skipti í boði. Frjáls mæting og hver og einn getur mætt þegar hentar. Hvort sem það er einu sinni eða í öll fjögur skiptin. Dagsetningar eru eftirfarandi: Miðvikudagur 21. febrúar (16:00-17:00)Föstudagur 23. febrúar (14:00-15:00)Miðvikudagur 28. febrúar (16:00-17:00)Föstudagur 1. mars (14:00-15:00) Ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt að ganga frá skráningu í vefverslun UMFÁ á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann Opnað verður fyrir skráningu á morgun, þriðjudaginn…
Lesa

Körfuboltamót fyrir fullorðna á föstudaginn

Uppfært 16. febrúar.Þar sem ekki náðist næg þátttaka hefur mótinu verið frestað. Reynum aftur fyrir páska.Næstkomandi föstudag, 16. febrúar, ætlum við að bjóða upp á körfuboltamót í íþróttahúsinu. Spilað verður í tveggja manna liðum á eina körfu. Þetta var fyrst prófað í hreyfivikunni sem við settum saman í nóvember. Það mót heppnaðist afar vel. Spilað er upp í 21 stig, leikirnir eru aldrei lengri en 10 mínútur. Skráning liða sendist á siggi@klaustur.is Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 15. febrúar.
Lesa

Lífshlaupið hefst 7. febrúar

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Keppnisflokkarnir eru eftirfarandi:Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri í tvær vikur í febrúarFramhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri í tvær vikur í febrúarVinnustaðakeppni í þrjár vikur í febrúarHreystihópar 67+ í þrjár vikur í febrúar Skrá má alla hreyfingu niður ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn.Vinnustaðir, skólar og hreystihópar 67+ eru hvattir til að…
Lesa

USVS fótboltaæfing á Kirkjubæjarklaustri

Næstkomandi laugardag, 3. febrúar, er stefnt á að hefja á nýjan leik sameiginlegar fótboltaæfingar ungmennafélaganna í Vestur-Skaftafellssýslu. Fyrsta sameiginlega æfing vetrarins verður á Kirkjubæjarklaustri. 1.-4. bekkur æfir frá kl. 10:30-11:30 og 5.-10. bekkur frá kl. 11:30-13:00. Einn af lykilþáttum þessara æfinga er félagslegi þátturinn. Að auka samskipti og vináttu milli barna og unglinga í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Vekjum þó athygli á því að við fylgjumst vel með veðurspám fyrir laugardaginn. Það er allra veðra von þessa dagana og spáin fyrir laugardaginn lítur ekki vel út. Því gæti komið til þess að þessari æfingu verði frestað. Skráning fer fram inni í…
Lesa

Sundnámskeið 16.-17. febrúar

Stefnt er á sundnámskeið dagana 16.-17. febrúar næstkomandi. Námskeiðið er í boði fyrir 1.-10. bekk. Þjálfari á námskeiðinu er Kasia. Skráning á námskeiðið er hafin á Sportabler. Tímasetningar liggja ekki fyrir fyrr en skráningar liggja fyrir. Námskeiðið er í boði styrktaraðila Ungmennafélaganna. Vefverslun UMFÁ á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann
Lesa

Mikið fjör á handboltanámskeiði

Um liðna helgi var boðið upp á handboltanámskeið á Kirkjubæjarklaustri. Námskeiðið var haldið í tilefni af þátttöku íslenska karla landsliðsins á EM í handbolta. Krakkarnir mættu á handboltaæfingar á föstudag og laugardag. Námskeiðið endaði svo á því að borða pizzu frá Systrakaffi og horfa á leik Íslands og Svartfjallalands. Leikurinn endaði vel og því var eðlilega mikil gleði í leikslok! Þátttaka var mjög góð og áhuginn eftir því mikill. Á námskeiðinu var lagt upp með kenna helstu grunnatriði í handbolta. Einnig var lögð áhersla á að kynna helstu reglur og önnur atriði til að auka skilning á því hvað er…
Lesa