Landsleikur í fótbolta

Það voru 11 spenntir knattspyrnuiðkendur úr Skaftárhreppi ásamt 3 fullorðnum fylgdarmönnum sem lögðu af stað í ferðalag í hádeginu síðastliðinn föstudag. Förinni var heitið til Reykjavíkur til að fylgjast með landsleik í fótbolta. Við komuna til Reykjavíkur byrjaði hópurinn á því að gæða sér á pizzu svo að allir myndu halda saddir og sælir á völlinn. Næst var haldið niður í Laugardal þar sem hópurinn skoðaði sig um í kringum Laugardalsvöll. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar hópurinn stillti sér upp við styttu af knattspyrnuhetjunni Alberti Sigurði Guðmundssyni. Albert var brautryðjandi í knattspyrnu á Íslandi, afrekaði það að vera fyrsti…
Lesa