Íþróttastarf haustannar hefst í næstu viku

Eftir smá pásu að loknu sumarstarfi hefst íþróttastarf haustannar í næstu viku. Íþróttastarf barna og unglinga hefst þá en áætlað er að íþróttastarf fullorðna og 60+ fari af stað í seinni hluta september mánaðar. Talsverð breyting er á tímatöflunni frá því sem var síðasta vetur. Fótbolti verður á mánudögum hjá 1.-10. bekk, körfubolti 5.-10. bekkjar á þriðjudögum, frjálsar íþróttir 1.-10. bekkjar á miðvikudögum sem og karate 1.-10. bekkjar. Á fimmtudögum er svo körfubolti 1.-4. bekkjar á dagskránni. 1.-4. bekkur hefur áfram kost á því að stunda íþróttaæfingar innan skólatíma. Nú á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Lagt er upp með strax…
Lesa