Íþróttastarf haustannar hefst í næstu viku

Eftir smá pásu að loknu sumarstarfi hefst íþróttastarf haustannar í næstu viku. Íþróttastarf barna og unglinga hefst þá en áætlað er að íþróttastarf fullorðna og 60+ fari af stað í seinni hluta september mánaðar. Talsverð breyting er á tímatöflunni frá því sem var síðasta vetur. Fótbolti verður á mánudögum hjá 1.-10. bekk, körfubolti 5.-10. bekkjar á þriðjudögum, frjálsar íþróttir 1.-10. bekkjar á miðvikudögum sem og karate 1.-10. bekkjar. Á fimmtudögum er svo körfubolti 1.-4. bekkjar á dagskránni. 1.-4. bekkur hefur áfram kost á því að stunda íþróttaæfingar innan skólatíma. Nú á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Lagt er upp með strax…
Lesa

Lokahóf sumarstarfs 15. ágúst

Nú er síðasta vika sumarstarfs Ungmennafélagsins ÁS í fullum gangi. Við ljúkum sumarstarfinu formlega næstkomandi fimmtudag, 15. ágúst, með lokahófi. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu:
Lesa

Gengið upp á Pétursey á sunnudaginn

Það styttist nú óðum í að sumarstarfið taki enda og nú er komið að síðustu göngu sumarsins. Að þessi sinni býður Sigurður Eyjólfur upp á göngu á heimaslóðum sínum á sunnudaginn. Gengið verður upp á Pétursey í Mýrdal. Mæting er við kappreiðavöllinn vestan við Pétursey og er áætlað að ganga af stað kl. 14:00. Gangan er nokkuð þægileg, það eru stuttir kaflar sem gengið er í skriðu, en annars er allt gróið og nokkuð auðvelt yfirferðar.
Lesa