Metþátttaka frá USVS á Smábæjaleikum

Fjórða árið í röð sóttu iðkendur frá USVS Smábæjaleikana á Blönduósi. Það er afar ánægjulegt að segja frá því að keppendum fjölgar alltaf á milli ára. Sem segir okkur það að okkar fólk fer alltaf ánægt frá Blönduósi og býður spennt eftir því að koma aftur. Þrjú lið voru skráð til leiks frá USVS í 5. 6. og 7. flokki og eins og alltaf voru úrslitin allskonar, bæði sigrar og töp. Okkar fólk skoraði svo auðvitað fullt af glæsilegum mörkum. Ungmennafélagið ÁS átti 19 keppendur í þessum tæplega 30 keppenda hópi frá USVS. Ungmennafélagið Katla átti 8 keppendur. Það má…
Lesa

Skráningu á leikjanámskeiðið lýkur í dag

Skráningu á hið vinsæla leikjanámskeið UMFÁS lýkur í dag. Nú þegar er komin mjög góð þátttaka á námskeiðið líkt og fyrri ár. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá eins og alltaf! Leikir, þrautir, gönguferðir, bíó, hinar ýmsu íþróttagreinar prófaðar og skemmtileg samvera. Leikjanámskeiðsteymið þetta árið skipa þau Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Ásgeir Örn Sverrisson, Ólöf Ósk Bjarnadóttir og Kjartan Valur Ólafsson sem kemur nýr inni í teymið. Hægt er að velja á milli þess að skrá í eina viku eða tvær. Eina vika kostar kr. 5.500 en tvær kr. 9.500Skráningin fer að sjálfsögðu fram í vefversluninni á Sportabler https://www.abler.io/shop/umfarmann
Lesa