Fyrsta skóflustungan fyrir nýjan körfuboltavöll
Nýr körfuboltavöllur mun rísa á Kirkjubæjarklaustri í sumar, nánar tiltekið á skólalóð Kirkjubæjarskóla. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á síðasta ári að ráðast í þessar framkvæmdir sem hófust í dag. Það var Digriklettur ehf sem átti lægsta boðið í verkið og var Hörður Davíðsson mættur með gröfuna í morgun til að hefja framkvæmdir. Til að hefja vinnuna formlega var íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps, Sigurður Eyjólfur, kallaður út til að taka fyrstu skóflustunguna og það gerði hann undir góðri leiðsögn Harðar. Um er að ræða glæsilegan 6 körfuvöll sem verður upphitaður. Það verður því frábært að nýta völlinn á fögrum vetrardögum þegar snjór…