Fyrsta skóflustungan fyrir nýjan körfuboltavöll

Nýr körfuboltavöllur mun rísa á Kirkjubæjarklaustri í sumar, nánar tiltekið á skólalóð Kirkjubæjarskóla. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á síðasta ári að ráðast í þessar framkvæmdir sem hófust í dag. Það var Digriklettur ehf sem átti lægsta boðið í verkið og var Hörður Davíðsson mættur með gröfuna í morgun til að hefja framkvæmdir. Til að hefja vinnuna formlega var íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps, Sigurður Eyjólfur, kallaður út til að taka fyrstu skóflustunguna og það gerði hann undir góðri leiðsögn Harðar. Um er að ræða glæsilegan 6 körfuvöll sem verður upphitaður. Það verður því frábært að nýta völlinn á fögrum vetrardögum þegar snjór…
Lesa

Upphaf sumarstarfs UMFÁS

Nú styttist óðum í að sumarstarf UMFÁS fari af stað. Fyrstu æfingar sumarsins verða næstkomandi mánudag. Æfingar sumarsins eru fyrir alla fædda 2018 og fyrr. En nánari upplýsingar má finna í upplýsingabæklingnum sem dreift var inni á öll heimili í Skaftárhreppi í síðustu viku. Hann má einnig nálgast á rafrænu formi með því að smella hér: https://issuu.com/umfas/docs/ska_ithrottir_sumar2024_01_1_ Skráning er nú í fullum gangi á Sportabler! Við viljum vekja athygli á því að við höfum lengt skráningarfrestinn til föstudagsins 14. júní. Allar æfingar verða opnar til prufu í næstu viku og hvetjum við þá sem eru óákveðnir eða eru að mæta…
Lesa