Frábær árangur hjá karatekrökkunum

Það var mikið fjör í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri um liðna helgi þar sem krakkarnir í Ungmennafélaginu ÁS tóku þátt í karatenámskeiði. Gunnlaugur Sigurðsson, yfirþjálfari karatedeildar Hauka í Hafnarfirði, hafði umsjón með námskeiðinu. Honum til aðstoðar var karateþjálfari UMFÁS, Gunnar Erlendsson. Námskeiðið endaði á prófi þar sem Gunnlaugur mat hæfni þeirra. Allir stóðust prófið og hlutu þar af leiðandi ný belti. Svo sannarlega skemmtilegur karatevetur að baki og Gunnar að vinna flott starf með krökkunum!
Lesa

Göngudagskrá UMFÁS sumarið 2024 – Vilt þú bjóða upp á göngu?

Við ætlum að endurtaka leikinn frá því síðasta sumar og vera með göngur á föstudagskvöldum á komandi sumri. Fyrsta ganga sumarsins verður 14. júní og sú síðasta 9. ágúst. Unnið er að því að setja saman göngudagskrá fyrir sumarið. Hafi einhver áhuga á því að bjóða upp á göngu í sínu nærumhverfi í sumar væri það mikið skemmtilegt! Við erum með nokkrar dagsetningar sem við eigum eftir skipuleggja. Eftirfarandi dagsetningar eru lausar:21. júní5. júlí12. júlí19. júlí26. júlí Ef einhver hefur áhuga á að vera með göngu í sumar væri frábært ef viðkomandi hefði samband við Sigurð Eyjólf, íþróttafulltrúa Skaftárhrepps, hann…
Lesa