Ungir ÁSAR stóðu uppi sem sigurvegarar
Körfuboltamót UMFÁS, sem að þessu sinni bar heitið "Móðuharðindin 2024", var haldið í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri síðastliðinn laugardag. Þetta var í þriðja sinn sem mótið var haldið og höfðu gamlir ÁSAR titil að verja frá síðustu tveimur mótum. Á mótið mættu til leiks fimm lið, úr Skaftárhreppi ÁS old boys og ÁS young bloods, úr Hafnarfirði Koli og Skar-Koli, fulltrúar Rangárvallasýslu voru Garparnir. Úr varð hið skemmtilegasta mót og fjölmenni var á áhorfendapöllunum. ÁS old boys tókst ekki að verja titilinn en hann verður þó áfram innan raða Ungmennafélagsins ÁS. Að þessu sinni stóðu ÁS young bloods uppi sem sigurvegarar…