5. flokkur USVS í fótbolta lið ársins

Líkt og með viðurkenninguna sjálfboðaliði ársins var viðurkenning veitt í fyrsta skipti fyrir lið ársins á 54. sambandsþingi USVS síðastlinn föstudag. Tvær tilnefningar bárust í flokknum lið ársins en svo skemmtilega vildi til að sama liðið var tilnefnt tvisvar. UMFÁS og Umf. Katla tilnefndu nefnilega bæði 5. flokk (11-12 ára) USVS í fótbolta sem áttu skemmtilegt og eftirminnilegt sumar. Í umsögninni sem fylgdi tilnefningunni sagði:Líkt og undanfarin ár tefldu ungmennafélögin sameiginlega fram liðum undir merkjum USVS. Fótboltasumarið 2023 var afar líflegt og skemmtilegt hjá strákunum í 5. flokki USVS. Þeir kepptu á tveimur mótum, Smábæjaleikunum á Blönduósi í júní og…
Lesa

Fanney Ólöf sjálfboðaliði ársins hjá USVS

54. sambandsþing USVS fór fram í Skaftárstofu síðastliðinn föstudag, 5. apríl. Á 53. sambandsþingi USVS, haldið á Hótel Kötlu árið 2023, var samþykkt að heiðra sjálfboðaliða með því að veita viðurkenninguna sjálfboðaliði ársins. Þessi viðurkenning var því veitt í fyrsta skipti núna. Tvær tilnefningar bárust, Þórdís Erla Ólafsdóttir Umf. Kötlu var tilnefnd sem og Fanney Ólöf Lárusdóttir UMFÁS (áður Umf. Ármann). Viðurkenninguna hlaut Fanney Ólöf Lárusdóttir og hér að neðan má lesa umsögnina sem fylgdi tilnefningunni. Fanney Ólöf Lárusdóttir hefur gefið af sér mikla og óeigingjarna vinnu í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Skaftárhreppi undanfarin ár. Hún kom inni í…
Lesa