29
Feb
2024
27
Feb
2024
Skráning á innanhúsmót USVS
Innanhúsmót USVS í frjálsíþróttum fer fram á Kirkjubæjarklaustri næstkomandi laugardag, 2. mars. Mótið hefst kl. 10. Skráning er hafin hjá USVS. Keppnisgreinar:7 ára og yngri: Langstökk án atrennu, boltakast og þrautabraut.8-9 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu og boltakast.10-11 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.12-13 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.14-15 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.16 ára og eldri: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp. Skráning á mótið berist á netfangið usvs@usvs.is í síðasta lagi sólarhring fyrir mót. Með skráningarpósti þarf að fylgja…
26
Feb
2024
Dagskrá vikunnar – Hreyfing fyrir alla
Við minnum hér á það sem framundan er ! Hreyfing fyrir alla aldurshópa í boði. Vekjum sérstaka athygli á því að lokaspretturinn í Lífshlaupinu er framundan. Síðasti keppnisdagur er á morgun, þriðjudag 27. febrúar.
22
Feb
2024
Ert þú með hugmynd? Opið fyrir umsóknir í æskulýðssjóð
Nú hafa aðildarfélög USVS kost á því að sækja um styrk í æskulýðssjóð sambandsins sem úthlutað er úr árlega. Undanfarin ár hafa mörg verkefni frá Ungmennafélögunum Ármanni og Skafta fengið styrk úr sjóðnum. Hér á meðfylgjandi auglýsingu má kynna sér reglur sjóðsins. Ef þú ert með hugmynd t.d. um eitthvað námskeið sem væri gaman að fá á svæðið eða eitthvað annað sem passar við reglur sjóðsins, endilega hafðu samband við Sigga íþróttafulltrúa. Hann er með netfangið siggi@klaustur.is
21
Feb
2024
Dagskrá vikunnar – Hreyfing fyrir alla
Við minnum hér á það sem framundan er! Hreyfing fyrir alla aldurshópa í boði.
19
Feb
2024
Æfingar í frjálsíþróttum fyrir innanhúsmót
Nú styttist óðum í innanhúsmót USVS í frjálsíþróttum sem áætlað er á Kirkjubæjarklaustri þann 2. mars næstkomandi. Líkt og fyrri ár ætlum við að hita upp fyrir mótið og bjóða upp á nokkrar æfingar. Að þessu sinni verða fjögur skipti í boði. Frjáls mæting og hver og einn getur mætt þegar hentar. Hvort sem það er einu sinni eða í öll fjögur skiptin. Dagsetningar eru eftirfarandi: Miðvikudagur 21. febrúar (16:00-17:00)Föstudagur 23. febrúar (14:00-15:00)Miðvikudagur 28. febrúar (16:00-17:00)Föstudagur 1. mars (14:00-15:00) Ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt að ganga frá skráningu í vefverslun UMFÁ á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann Opnað verður fyrir skráningu á morgun, þriðjudaginn…
13
Feb
2024
Körfuboltamót fyrir fullorðna á föstudaginn
Uppfært 16. febrúar.Þar sem ekki náðist næg þátttaka hefur mótinu verið frestað. Reynum aftur fyrir páska.Næstkomandi föstudag, 16. febrúar, ætlum við að bjóða upp á körfuboltamót í íþróttahúsinu. Spilað verður í tveggja manna liðum á eina körfu. Þetta var fyrst prófað í hreyfivikunni sem við settum saman í nóvember. Það mót heppnaðist afar vel. Spilað er upp í 21 stig, leikirnir eru aldrei lengri en 10 mínútur. Skráning liða sendist á siggi@klaustur.is Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 15. febrúar.
06
Feb
2024
Lífshlaupið hefst 7. febrúar
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Keppnisflokkarnir eru eftirfarandi:Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri í tvær vikur í febrúarFramhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri í tvær vikur í febrúarVinnustaðakeppni í þrjár vikur í febrúarHreystihópar 67+ í þrjár vikur í febrúar Skrá má alla hreyfingu niður ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn.Vinnustaðir, skólar og hreystihópar 67+ eru hvattir til að…