Mikið fjör á handboltanámskeiði

Um liðna helgi var boðið upp á handboltanámskeið á Kirkjubæjarklaustri. Námskeiðið var haldið í tilefni af þátttöku íslenska karla landsliðsins á EM í handbolta. Krakkarnir mættu á handboltaæfingar á föstudag og laugardag. Námskeiðið endaði svo á því að borða pizzu frá Systrakaffi og horfa á leik Íslands og Svartfjallalands. Leikurinn endaði vel og því var eðlilega mikil gleði í leikslok! Þátttaka var mjög góð og áhuginn eftir því mikill. Á námskeiðinu var lagt upp með kenna helstu grunnatriði í handbolta. Einnig var lögð áhersla á að kynna helstu reglur og önnur atriði til að auka skilning á því hvað er…
Lesa