Íþróttaskóli vorarnnar byrjar 14. janúar

Íþróttaskóli vorannar hefst á sunnudaginn! Boðið verður upp á íþróttaskóla í 8 skipti á vorönn, á tímabilinu 14. janúar til 17. mars en allar dagsetningar má sjá hér að neðan. Í íþróttaskólanum er fjölbreytt hreyfing og góð samvera barna og foreldra. Í íþróttaskóla læra börn allar grunnhreyfingarnar. Íþróttaskólinn er fyrir 3-5 ára. Umsjón hefur Fanney Ólöf Lárusdóttir. Íþróttaskólinn er niðurgreiddur af styrkjum sem Ungmennafélagið hefur fengið frá Systrakaffi og Kvenfélaginu Hvöt og Kvenfélagi Kirkjubæjarhrepps. Takk kærlega fyrir! Hægt er að kaupa öll 8 skiptin á kr. 7000 eða stakan tíma á kr. 1000. Skráning er í fullum gangi á Sportabler!…
Lesa

Handboltanámskeið dagana 12.-14. janúar

Í tilefni af þátttöku Íslands á EM í handbolta verður boðið upp á handboltanámskeið dagana 12.-14. janúar. Námskeiðið er í boði fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu grunnatriði í handbolta. Einnig er lagt upp með að kynna helstu reglur og önnur atriði til að auka skilning á því hvað er að gerast þegar horft er á handbolta. Spilaður verður handbolti föstudag og laugardag. Námskeiðinu lýkur svo á sunnudaginn með lokahófi þar sem þátttakendur á námskeiðinu koma saman og horfa á leik Íslands og Svartfjallalands á EM. Ekkert þátttökugjald, námskeiðið er í boði Systrakaffis og…
Lesa