USVS fótboltaæfing á Kirkjubæjarklaustri

Næstkomandi laugardag, 3. febrúar, er stefnt á að hefja á nýjan leik sameiginlegar fótboltaæfingar ungmennafélaganna í Vestur-Skaftafellssýslu. Fyrsta sameiginlega æfing vetrarins verður á Kirkjubæjarklaustri. 1.-4. bekkur æfir frá kl. 10:30-11:30 og 5.-10. bekkur frá kl. 11:30-13:00. Einn af lykilþáttum þessara æfinga er félagslegi þátturinn. Að auka samskipti og vináttu milli barna og unglinga í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Vekjum þó athygli á því að við fylgjumst vel með veðurspám fyrir laugardaginn. Það er allra veðra von þessa dagana og spáin fyrir laugardaginn lítur ekki vel út. Því gæti komið til þess að þessari æfingu verði frestað. Skráning fer fram inni í…
Lesa

Sundnámskeið 16.-17. febrúar

Stefnt er á sundnámskeið dagana 16.-17. febrúar næstkomandi. Námskeiðið er í boði fyrir 1.-10. bekk. Þjálfari á námskeiðinu er Kasia. Skráning á námskeiðið er hafin á Sportabler. Tímasetningar liggja ekki fyrir fyrr en skráningar liggja fyrir. Námskeiðið er í boði styrktaraðila Ungmennafélaganna. Vefverslun UMFÁ á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann
Lesa

Mikið fjör á handboltanámskeiði

Um liðna helgi var boðið upp á handboltanámskeið á Kirkjubæjarklaustri. Námskeiðið var haldið í tilefni af þátttöku íslenska karla landsliðsins á EM í handbolta. Krakkarnir mættu á handboltaæfingar á föstudag og laugardag. Námskeiðið endaði svo á því að borða pizzu frá Systrakaffi og horfa á leik Íslands og Svartfjallalands. Leikurinn endaði vel og því var eðlilega mikil gleði í leikslok! Þátttaka var mjög góð og áhuginn eftir því mikill. Á námskeiðinu var lagt upp með kenna helstu grunnatriði í handbolta. Einnig var lögð áhersla á að kynna helstu reglur og önnur atriði til að auka skilning á því hvað er…
Lesa

Fullorðinsíþróttir á vorönn

Fullorðinsíþróttirnar eru nú komnar í fullan gang og ýmislegt í boði. Velkomið er að koma og prófa áður en gengið er frá skráningu. Verið öll velkomin! Mánudagar.19:30-21:00 Blak21:00-22:00 RingóÞriðjudagar.18:15-19:15 Karate20:30-22:00 FótboltiMiðvikudagar.19:00-20:30 KörfuboltiFimmtudagar.19:00-20:30 Badminton/borðtennis Skráning fer fram á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/umfarmannNánar má lesa um dagskrá vorannar hér að neðan.
Lesa

Íþróttaskóli vorarnnar byrjar 14. janúar

Íþróttaskóli vorannar hefst á sunnudaginn! Boðið verður upp á íþróttaskóla í 8 skipti á vorönn, á tímabilinu 14. janúar til 17. mars en allar dagsetningar má sjá hér að neðan. Í íþróttaskólanum er fjölbreytt hreyfing og góð samvera barna og foreldra. Í íþróttaskóla læra börn allar grunnhreyfingarnar. Íþróttaskólinn er fyrir 3-5 ára. Umsjón hefur Fanney Ólöf Lárusdóttir. Íþróttaskólinn er niðurgreiddur af styrkjum sem Ungmennafélagið hefur fengið frá Systrakaffi og Kvenfélaginu Hvöt og Kvenfélagi Kirkjubæjarhrepps. Takk kærlega fyrir! Hægt er að kaupa öll 8 skiptin á kr. 7000 eða stakan tíma á kr. 1000. Skráning er í fullum gangi á Sportabler!…
Lesa

Handboltanámskeið dagana 12.-14. janúar

Í tilefni af þátttöku Íslands á EM í handbolta verður boðið upp á handboltanámskeið dagana 12.-14. janúar. Námskeiðið er í boði fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu grunnatriði í handbolta. Einnig er lagt upp með að kynna helstu reglur og önnur atriði til að auka skilning á því hvað er að gerast þegar horft er á handbolta. Spilaður verður handbolti föstudag og laugardag. Námskeiðinu lýkur svo á sunnudaginn með lokahófi þar sem þátttakendur á námskeiðinu koma saman og horfa á leik Íslands og Svartfjallalands á EM. Ekkert þátttökugjald, námskeiðið er í boði Systrakaffis og…
Lesa

Systrakaffi og jólasveinar afhentu styrk

Síðastliðinn laugardag fékk Ungmennafélagið Ármann afhentan styrk frá Systrakaffi og jólasveinum. Styrkurinn frá Systrakaffi er ágóði af seldum spjöldum frá jólabingóinu sem haldið var þann 21. desember. Nú þegar hefur verið ákveðið að nýta styrkinn í að bjóða krökkum í Skaftárhreppi upp á handboltanámskeið um komandi helgi. Síðan létu tveir fjörugir jólasveinar sjá sig sem hafa verið á ferðinni á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni á Aðfangadag undanfarin ár. Að þeirra sögn hafa jólasveinar ekkert að gera við peninga og ákváðu því að styrkja Ungmennafélagið Ármann. Við þökkum Systrakaffi og jólasveinunum innilega fyrir styrkinn!
Lesa