Skráning í fullorðinssport hafin á Sportabler
Opnað hefur verið fyrir skráningar í fullorðinssport Ungmennafélagsins Ármanns á haustönn. Skráningin fer fram í vefverslun félagsins á Sportabler. Á dagskránni í haust fyrir fullorðnafólkið er blak, karate, fótbolti, körfubolti, badminton og borðtennis. Lágmarksþátttaka í hverja grein er 6. Nánari upplýsingar má finna hér að neðan. Æfingatímabilið er 3. október - 14. desember. Fyrir frekari upplýsingar má senda póst á siggi@klaustur.is