Sundnámskeið í nóvember

Í nóvember verður sundnámskeið í boði fyrir 1.-5. bekk. Þjálfari á námskeiðinu er Kasia. Áætlað er að námskeiðið hefjist næstkomandi föstudag, 3. nóvember. Kennt verður bæði föstudag og laugardag í þessari viku. En þetta verður betur auglýst þegar líður á vikuna. Skráning mun fara fram á Sportabler. Ekkert þátttökugjald verður á námskeiðið. Stjórn Ungmennafélagsins Ármanns ákvað á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að nýta styrk frá kvenfélögunum til þess að bjóða uppá námskeiðið. Við þökkum kvenfélögunum innilega fyrir að hugsa til okkar og styrkja þar af leiðandi íþrótta- og æskulýðsstarf í Skaftárhreppi.
Lesa

Ringó kynningarnámskeið 5. nóvember

Reynsluboltinn Ólafur Elí Magnússon ætlar að mæta ásamt nokkrum hressum Rangæingum og kynna ringó fyrir íbúum Skaftárhrepps. Þann 5. nóvember kl. 11:00 í íþróttahúsinu. Ringó er grein sem nýtur vaxandi vinsælda, svipar nokkuð til blaks en í stað bolta eru notaðir tveir gúmmíhringir. Greinin hentar öllum, ungum sem öldnum. Sem sagt sannkallað fjölskyldusport þar sem fólk á öllum aldri getur tekið þátt. Ringó er vinsæl grein meðal eldri borgara víða um land og hvetjum við alla sem hafa tök á að mæta á kynninguna þann 5. nóvember. Áhugasamir fá tækifæri til að prófa en einnig er velkomið að koma og…
Lesa

Karatesýning á Uppskeruhátíð

Þrír viðburðir verða á vegum Ungmennafélagsins á Uppskeruhátíðinni um komandi helgi. Í gær auglýstum við Íþróttaskóla og Badminton LED. Þessir viðburðir verða á morgun, laugardag. Þriðji viðburðurinn er karatesýning en þar munu karateiðkendur í Skaftárhreppi koma fram. Sýningin verður á morgun, laugardag, og hefst kl. 12:45. Mæting hjá iðkendum er stundvíslega kl. 12:30. Verið öll velkomin, fjölmennum!
Lesa

Íþróttaskóli á Uppskeruhátíð

Íþróttaskóli Skaftárhrepps verður opinn á Uppskeruhátíðinni. Um er að ræða opna kynningu á íþróttaskólanum þar sem öllum er velkomið að líta við. Ekki er neitt sérstakt aldursviðmið og því hvetjum við gamla nemendur íþróttaskólans sérstaklega til að mæta og rifja upp gamla takta! Fólk getur komið og farið eftir því sem hentar hverjum og einum, opið hús milli kl. 9:30-10:30 á laugardaginn. Hlökkum til að hitta ykkur, Fanney Ólöf og co.
Lesa

Skráning í fullorðinssport hafin á Sportabler

Opnað hefur verið fyrir skráningar í fullorðinssport Ungmennafélagsins Ármanns á haustönn. Skráningin fer fram í vefverslun félagsins á Sportabler. Á dagskránni í haust fyrir fullorðnafólkið er blak, karate, fótbolti, körfubolti, badminton og borðtennis. Lágmarksþátttaka í hverja grein er 6. Nánari upplýsingar má finna hér að neðan. Æfingatímabilið er 3. október - 14. desember. Fyrir frekari upplýsingar má senda póst á siggi@klaustur.is
Lesa

Góð þátttaka á fimleikanámskeiði

Það var líf og fjör í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri um helgina þar sem fór fram fimleikanámskeið. Þjálfari á námskeiðinu var Birna Sólveig Kristófersdóttir. Fimleikar hafa ekki mikið verið stundaðir á Klaustri. En í sumar buðum við fyrst upp á helgarnámskeið sem var mjög vel sótt og mikil ánægja var með. Það var því afar ánægjulegt að geta boðið upp á annað námskeið nú um helgina. Líkt og síðast þá var námskeiðið vel sótt og mikil gleði. Að lokum þökkum við Birnu kærlega fyrir komuna. Jafnframt færum við vinum okkar í Umf. Kötlu bestu þakkir fyrir að lána okkur dýnu fyrir…
Lesa