Úrslitin réðust í oddahrinu

Í gærkvöldi fór fram spennandi blakleikur í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri þar sem blakkonur í UMFÁS skoruðu á ÁS old boys körfuboltaliðið í leik. ÁS konur byrjuðu betur og unnu fyrstu tvær hrinurnar, þá fyrri 25-19 og þá seinni 25-22. Eftir það tóku körfuboltamenn við sér og unnu þriðju hrinuna 18-25. Fjórða hrinan reyndist svo æsispennandi, körfuboltamönnum tókst þar að ná fram sigri 26-28. Því þurfti oddahrinu til að skera úr um hvort liðið myndi vinna. Þar höfðu körfuboltamenn aftur betur og fullkomnuðu þar með endurkomuna eftir að hafa lent 2-0 undir. Skemmtilegur leikur, gaman að brjóta upp starfið og vera…
Lesa

Íþróttaskóli laugardaginn 5. apríl

Næsti íþróttaskóli UMFÁS verður næstkomandi laugardag, 5. apríl, kl. 10:00. Skráning er hafin á Sportabler. Um er að ræða síðasta íþróttaskólann í bili. Stefnt er á íþróttaskóla í júní. Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnunum fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera. Efla hreyfinám og hreyfifærni sem stuðlar að auknum hreyfiþroska, líkamsþroska, félagsþroska…. Svo eitthvað sé nefnt. Við uppsetningu Íþróttaskólans er spáð í grunnhreyfingarnar, þ.e. skríða, ganga, læðast, hlaupa, hoppa/stökkva, jafnvægi, hrynjandi, spyrna, velta, lyfta, grípa, ýta, draga, klifra, hanga, kasta, slá….. Vefverslun á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann/
Lesa

Mikið líf og fjör á ÁS mótinu

Í gær fór hið árlega ÁS mót í körfubolta fram í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri. Skráðir voru til leiks tæplega 100 keppendur frá 5 félögum. Keppendurnir voru frá Ungmennafélaginu Kötlu, Íþróttafélaginu Dímon, Ungmennafélaginu Heklu, Íþróttafélaginu Garpi svo að sjálfsögðu Ungmennafélaginu ÁS sem átti 17 keppendur á mótinu. Alls spilaðir voru 29 leikir á mótinu, yngstu keppendurnir voru í 1. bekk og þeir elstu í 8. bekk. Ekki var annað að sjá og heyra en allir hafi skemmt sér vel og notið þess að keppa í þessari skemmtilegu íþrótt. Um er að ræða stærsta viðburð sem Ungmennafélagið ÁS stendur fyrir árlega. Sjálfboðaliðar…
Lesa

Flottur árangur 60+ í Lífshlaupinu

Lífshlaupið, landsátak Íþróttasambands Íslands í hreyfingu fór fram í febrúar. Hreyfihópur UMFÁS 60+ tók að sjálfsögðu þátt og gerði það með glæsibrag. Hreyfihópurinn hlaut viðurkenningu og var í 2. sæti í keppninni um flestar mínútur í flokki 60+. Það hefur verið mikið líf í starfi 60+ það sem af er ári og alltaf að fjölga í hópi þeirra sem hreyfa sig í þessum hressa og skemmtilega hópi. Boðið er upp á sund á mánudögum og miðvikudögum, göngutúrar kl. 13:00 á þriðjudögum eru ný komnir á dagskrá og svo er boccia/pokavarp á fimmtudögum kl. 17:00.
Lesa

Frábær þátttaka á innanhúsmóti USVS

Innanhúsmót USVS í frjálsíþróttum fór fram í íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri síðastliðinn laugardag, 8. mars. Mikið líf var í íþróttahúsinu þar sem 49 keppendur voru skráðir. Leita þarf aftur til ársins 2016 til að finna álíka fjölda á innanhúsmóti en þá kepptu 52. Frábært að sjá þennan mikla áhuga og vonandi á mótið eftir að vaxa enn frekar á komandi árum. Keppendur UMFÁS voru alls 25, frá 4 ára aldri og upp í 39 ára. Okkar fólk stóð sig afar vel og sáust mörg glæsileg tilþrif. Vaxandi áhugi hefur verið á frjálsíþróttum í starfi félagsins eftir að þær komu að nýju…
Lesa