Þriðja árið í röð fjölmenntu fótboltakrakkar og foreldrar þeirra úr Vestur-Skaftafellssýslu á Smábæjaleikana á Blönduósi. Frá USVS voru þrjú lið skráð til leiks, í 7. flokki (7-8 ára), 6. flokki (9-10 ára) og 5. flokki (11-12 ára), keppendur voru alls 21. Keppendur USVS stóðu sig með mikilli prýði og sáust heldur betur mörg flott tilþrif. Flott samspil, mikil barátta, glæsileg mörk og síðast en ekki síst frábær liðsheild eru orð sem lýsa vel liðum USVS á Smábæjaleikunum um helgina. Í 7. flokki var niðurstaðan 6. sæti af 10 liðum, flottur hópur og voru flestir að spila á sínu fyrsta fótboltamóti.…