Árið okkar – Upprifjun frá árinu 2024
Ungmennafélagið ÁS gerir upp árið 2024 hér á heimasíðu félagsins. Nú er komið að því að rifja upp helstu verkefni og viðburði í apríl og maí. Í byrjun apríl fór fram 54. sambandsþing USVS í Skaftárstofu. Á 53. sambandsþingi USVS, haldið á Hótel Kötlu árið 2023, var samþykkt að heiðra sjálfboðaliða með því að veita viðurkenninguna sjálfboðaliði ársins. Þessi viðurkenning var því veitt í fyrsta skipti á þessu ári. Viðurkenninguna hlaut Fanney Ólöf Lárusdóttir. Í umsögninni kom fram: Fanney Ólöf Lárusdóttir hefur gefið af sér mikla og óeigingjarna vinnu í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Skaftárhreppi undanfarin ár. Hún kom inni…