Glæsileg karatesýning

Í gær fór fram síðasta karateæfing vorannar og að því tilefni buðu Gunnar og karatehópurinn hans upp á sýningu til að sýna afrakstur vetrarins. Glæsilegur hópur sem sýndi heldur betur flott tilþrif með fjölmenni á áhorfendapöllunum! Þökkum Gunnar fyrir sitt flotta starf með karatehópinn!Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni.
Lesa

Glæsilegt 55. ársþing USVS

55. ársþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu fór fram á Hótel Kötlu síðastliðinn föstudag, 25. apríl. Félagar í Ungmennafélaginu ÁS voru tilnefndir til viðurkenninga í eftirfarandi flokkum: Íþróttamaður ársins, efnilegasti íþróttamaðurinn og sjálfboðaliði ársins. Þeir Ásgeir Örn Sverrisson, Daníel Smári Björnsson og Sigurður Gísli Sverrisson frá UMFÁS voru tilnefndir í flokknum íþróttamaður ársins. Ásamt þeim Agli Atlasyni (Umf. Kötlu), Kristínu Lárusdóttur (Hmf. Kópi) og Vilborgu Smáradóttur (Hmf. Sindra). Það var Egill Atlason Waagfjörð, Ungmennafélaginu Kötlu, sem var útnefndur íþróttamaður ársins hjá USVS. Pétur Yngvi Davíðsson var tilnefndur sem efnilegasti íþróttamaðurinn en það var Ingólfur Atlason Waagfjörð, Ungmennafélaginu Kötlu, sem hlaut þann titil. Þeir…
Lesa

Glæsileg tilþrif og mikið fjör á Móðuharðindunum 2025

Móðuharðindin, körfuboltamót UMFÁS í fullorðinsflokki, fór fram í íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri síðastliðinn laugardag 26. apríl. Að þessu sinni voru mætt þrjú lið til leiks. Sigurvegarnir frá því í fyrra í ÁS Young Bloods, Íþróttafélagið Dímon átti lið í fyrsta skipti og svo voru liðsmenn ÁS Old Boys að sjálfsögðu mættir til leiks enn eitt árið. ÁS Young Bloods komu, sáu og sigruðu annað árið í röð. Í öðru sæti var Íþróttafélagið Dímon og í þriðja sæti voru heimamenn í ÁS Old Boys. Það var Ásgeir Örn Sverrisson (ÁS Young Bloods) sem var útnefndur leikmaður mótsins en hann var jafnframt stigahæstur,…
Lesa

Líf og fjör á Sumardaginn fyrsta

Ungmennafélagið ÁS stóð fyrir leikjafjöri fyrir alla fjölskylduna í íþróttahúsinu á Sumardaginn fyrsta. Fleiri félagasamtök voru með viðburði á dagskránni því fyrr um daginn fór fram Firmakeppni Hestamannafélaganna Kóps og Sindra að Syðri-Fljótum og að loknu leikjafjöri UMFÁS bauð Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps upp á kaffihlaðborð í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Vel var mætt í íþróttahúsið og var farið í ýmsa skemmtilega leiki þar má meðal annars nefna brennó og hlaupa í skarðið. Einnig var farið í boðhlaup sem innihélt ýmsar þrautir t.d. pokahlaup, með kartöflu í skeið, myllu og hlaupa með badmintonflugu á spaða. Í lokin var farið í reipitog. Margir nýttu sér…
Lesa

Gleðilega páska!

Samhliða páskafríii í grunnskólanum þá fara íþróttaæfingar barna og unglinga einnig í frí. Þær hefjast að nýju þriðjudaginn 22. apríl. Einhverjar fullorðinsæfingar og viðburðir hjá 60+ hreyfihópnum verða í næstu viku og verður það auglýst betur í dagskrá vikunnar sem birtist hér á heimasíðunni og á Facebook á sunnudaginn. Svo er einnig rétt að minna á heimsókn Borðtennissambands Íslands á Kirkjubæjarklaustur en þau verða í íþróttamiðstöðinni kl. 11:30-13:00 á morgun með opna æfingu og svo mót frá kl. 14:00. Hvetjum alla sem hafa tök á að taka þátt í þessu! Gleðilega páska og njótið sem allra best með fólkinu ykkar!
Lesa