Gengið upp á Pétursey á sunnudaginn

Það styttist nú óðum í að sumarstarfið taki enda og nú er komið að síðustu göngu sumarsins. Að þessi sinni býður Sigurður Eyjólfur upp á göngu á heimaslóðum sínum á sunnudaginn. Gengið verður upp á Pétursey í Mýrdal. Mæting er við kappreiðavöllinn vestan við Pétursey og er áætlað að ganga af stað kl. 14:00. Gangan er nokkuð þægileg, það eru stuttir kaflar sem gengið er í skriðu, en annars er allt gróið og nokkuð auðvelt yfirferðar.
Lesa

Mikil gleði á leikjanámskeiði

Síðustu tvær vikurnar hefur staðið yfir leikjanámskeið á Kirkjubæjarklaustri. Fyrsta námskeiðið í þessari mynd fór fram árið 2020 og var þetta því fimmta árið í röð sem boðið er upp á leikjanámskeið með þessu sniði. Námskeiðið hefur þó breyst talsvert frá því það hóf göngu sína, dögunum hefur fjölgað og ýmsir viðburðir bæst við. Það er þó einn viðburður sem hefur haldið sér öll árin og það er hin vinsæla heimsókn slökkviliðs Skaftárhrepps. Þeir kíktu í heimsókn í dag og úr varð mikið fjör þar sem allir urðu að lokum blautir, krakkarnir sem og fullorðna fólkið! Hlaupið í skarðið eftir…
Lesa

Göngum saman 5. júlí

Næsta skemmtiganga Ungmennafélagsins ÁS verður föstudaginn 5. júlí kl. 17. En þá ætlar Fanney Ólöf að bjóða upp á göngu, mæting í hlaðið á Kirkjubæjarklaustri II.
Lesa

Metþátttaka frá USVS á Smábæjaleikum

Fjórða árið í röð sóttu iðkendur frá USVS Smábæjaleikana á Blönduósi. Það er afar ánægjulegt að segja frá því að keppendum fjölgar alltaf á milli ára. Sem segir okkur það að okkar fólk fer alltaf ánægt frá Blönduósi og býður spennt eftir því að koma aftur. Þrjú lið voru skráð til leiks frá USVS í 5. 6. og 7. flokki og eins og alltaf voru úrslitin allskonar, bæði sigrar og töp. Okkar fólk skoraði svo auðvitað fullt af glæsilegum mörkum. Ungmennafélagið ÁS átti 19 keppendur í þessum tæplega 30 keppenda hópi frá USVS. Ungmennafélagið Katla átti 8 keppendur. Það má…
Lesa

Skráningu á leikjanámskeiðið lýkur í dag

Skráningu á hið vinsæla leikjanámskeið UMFÁS lýkur í dag. Nú þegar er komin mjög góð þátttaka á námskeiðið líkt og fyrri ár. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá eins og alltaf! Leikir, þrautir, gönguferðir, bíó, hinar ýmsu íþróttagreinar prófaðar og skemmtileg samvera. Leikjanámskeiðsteymið þetta árið skipa þau Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Ásgeir Örn Sverrisson, Ólöf Ósk Bjarnadóttir og Kjartan Valur Ólafsson sem kemur nýr inni í teymið. Hægt er að velja á milli þess að skrá í eina viku eða tvær. Eina vika kostar kr. 5.500 en tvær kr. 9.500Skráningin fer að sjálfsögðu fram í vefversluninni á Sportabler https://www.abler.io/shop/umfarmann
Lesa

Vinnustund á Kleifum á sunnudaginn

Næstkomandi sunnudag, þann 23. júní, ætlum við að koma saman á íþróttavellinum á Kleifum og koma vellinum í betra stand fyrir sumaræfingarnar. Stefnum á að byrja kl. 16 og boðið verður upp á grillaðar pylsur að verki loknu. Ungir sem aldnir hvattir til að mæta. Alltaf jafn gaman og skemmtileg fjölskyldustund. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Lesa

Fyrsta skóflustungan fyrir nýjan körfuboltavöll

Nýr körfuboltavöllur mun rísa á Kirkjubæjarklaustri í sumar, nánar tiltekið á skólalóð Kirkjubæjarskóla. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á síðasta ári að ráðast í þessar framkvæmdir sem hófust í dag. Það var Digriklettur ehf sem átti lægsta boðið í verkið og var Hörður Davíðsson mættur með gröfuna í morgun til að hefja framkvæmdir. Til að hefja vinnuna formlega var íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps, Sigurður Eyjólfur, kallaður út til að taka fyrstu skóflustunguna og það gerði hann undir góðri leiðsögn Harðar. Um er að ræða glæsilegan 6 körfuvöll sem verður upphitaður. Það verður því frábært að nýta völlinn á fögrum vetrardögum þegar snjór…
Lesa