Skráning á íþróttaæfingar opin til 29. júní

Nú styttist óðum í að skráningu ljúki á æfingar sumarsins. En svo styttist jafnframt í að skráning hefjist á stærsta íþróttaviðburð sumarsins, Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina þar sem 11-18 ára hafa keppnisrétt. Það er um að gera fyrir krakkana okkar að nýta sér þær æfingar sem eru í boði til undirbúnings fyrir landsmót. Strandblak, fótbolti, körfubolti og frjálsar eru í boði á dagskrá UMFÁS í sumar og svo má auðvitað alltaf nýta okkar góða frisbýgolf völl enda er það ein af keppnisgreinunum 20 á Unglingalandsmóti. Ekki þarf mjög marga til að manna lið í boltagreinum og er því…
Lesa

Vinnustund á Kleifum 21. júní

Á morgun, laugardaginn 21. júní kl. 10:30 ætlum við að hittast á íþróttavellinum á Kleifum og koma vellinum í betra stand fyrir sumarið. Að verki loknu verður boðið upp á grillaðar pylsur. Ungir sem aldnir hvattir til að mæta. Alltaf jafn gaman og skemmtileg fjölskyldustund. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest! Um að gera að taka með sér hluti eins og skóflur, hrífur, hjólbörur og annað sem kann að koma að góðum notum.
Lesa

Frábær mæting í fyrstu gönguna – Næsta 20. júní

Föstudaginn 13. júní síðastliðinn var fyrsta ganga sumarsins á göngudagskrá UMFÁS. Þórunn Júlíusdóttir var göngustjóri. Gengið var meðfram Grenlæk, rúmlega 20 manns mættu í gönguna. Þórunni færum við bestu þakkir fyrir að bjóða upp á þessa skemmtilegu göngu! Föstudaginn 20. júní er önnur ganga sumarsins á dagskránni. Göngustjóri verður Guðríður Jónsdóttir. Mæting er í hlaðið í Mörtungu kl. 19:30 þaðan sem verður svo ekið að fjárhúsunum á Höfða. Athugið að aðeins er jeppafært að fjárhúsunum á Höfða og því geta þeir sem ekki eru á jeppa fengið að sitja í hjá öðrum úr hlaðinu í Mörtungu og inn á Höfða.…
Lesa

Fyrsta ganga sumarsins 13. júní

Fyrsta ganga sumarsins á göngudagskrá UMFÁS verður næstkomandi föstudag 13. júní kl. 20:00. Þá verður gengið meðfram Grenlæk, u.þ.b. tveggja tíma ganga. Göngustjóri er Þórunn Júlíusdóttir. Gengið verður frá Seglbúðum og er mæting í hlaðið hjá Þórunni. Það er heldur betur flott göngudagskráin í sumar!13. júní - Landbrot - Göngustjóri: Þórunn Júlíusdóttir20. júní - Síða - Göngustjóri: Guðríður Jónsdóttir4. júlí - Meðalland - Göngustjóri: Kristín Lárusdóttir11. júlí - Skaftártunga - Göngustjórar: Pálmar Atli og María Ösp18. júlí - Fljótshverfi - Göngustjórar: Björn Helgi og Ragnheiður Hlín25. júlí - Álftaver - Göngustjórar: Sæunn Káradóttir og Konný Sif Við hvetjum alla til…
Lesa

Æfingadagar sumarsins

Sumaræfingar að hefjast! Svona verður skipulagið í sumar:Mánudagar - Strandblak: Fyrsta æfing 16. júníÞriðjudagar - Fótbolti: Fyrsta æfing 10. júníMiðvikudagar - Frjálsar íþróttir: Fyrsta æfing 11. júníFimmtudagar - Körfubolti: Fyrsta æfing 12. júní Við hvetjum krakkana til að vera opin fyrir því að prófa sem mest, það verður mikið fjör hjá okkur í sumar og við vonumst til að sjá frábæra þátttöku á æfingum og námskeiðum sumarsins! Minnum einnig á að við stefnum á að vera með fullorðinsæfingar í strandblaki, fótbolta og körfubolta og því um að gera fyrir þá fullorðnu að skrá sig líka! Strandblak á mánudögum, fótbolti á…
Lesa

Íþrótta- og æskulýðsstarf í Skaftárhreppi sumar 2025

Hér meðfylgjandi er kynningarbæklingur fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf í Skaftárhreppi sumarið 2025. Bæklingurinn verður einnig prentaður út og dreift á öll heimili í sveitarfélaginu. Skráning hefst mjög fljótlega en um að gera að kynna sér strax hvað er í boði. bæklingursumar2025Download
Lesa

Lokahóf vorannar

Það var heldur betur mikið líf og fjör í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri í gær þegar lokahóf vorannar fór fram. Í starfi UMFÁS er það orðin hefð að bjóða upp á lokahóf í lok hverrar annar. Þegar kemur að lokahófunum býr félagið svo vel að eiga foreldraráð sem heldur að mestu leyti utan um skipulag á þessum viðburðum. Á lokahófið mæta öll börn og ungmenni sem hafa tekið þátt í íþróttastarfinu í vetur. Foreldraráðið hafði skipulagt leikjafjör sem heppnaðist afar vel og vakti mikla lukku. Að því loknu gæddu sér allir á grilluðum pylsum. Að því loknu afhenti Sigurður Eyjólfur, íþróttafulltrúi…
Lesa