Körfuboltamót fyrir fullorðna 27. mars

Næstkomandi miðvikudag, 27. mars, ætlum við að bjóða upp á körfuboltamót í íþróttahúsinu. Spilað verður í tveggja manna liðum á eina körfu. Þetta var fyrst prófað í hreyfivikunni sem við settum saman í nóvember. Það mót heppnaðist afar vel. Spilað er upp í 21 stig, leikirnir eru aldrei lengri en 10 mínútur. Skráning liða sendist á siggi@klaustur.isSíðasti skráningardagur er þriðjudagur 26. mars.
Lesa

Hvatningar- og framfaraverðlaun afhent á aðalfundi

Á aðalfundi þann 8. mars síðastliðinn voru afhent hvatningar- og framfaraverðalun fyrir starfsárið 2023-2024. Skilgreining á viðurkenningunum:Hvatningarverðlaun: Þessi viðurkenning er veitt einstaklingi sem mætir mjög vel á æfingar. Sýnir þar mikinn áhuga og virkni ásamt fyrirmyndar framkomu.Framfaraverðlaun: Þessi viðurkenning er veitt einstaklingi sem tekið hefur miklum framförum. Sýnt af sér góða framkomu og mætt vel á æfingar.Hvatningarverðlaunin hlaut Ólöf Ósk Bjarnadóttir og framfaraverðlaunin hlaut Ásgeir Örn Sverrisson. Mynd af verðlaunahöfunum er hér meðfylgjandi. Til hamingju með þessar viðurkenningar! Mynd: Fanney Ólöf Lárusdóttir
Lesa

Dagskrá vikunnar

Minnum á íþróttaviðburði vikunnar! Hreyfing fyrir alla í boði og vonumst við alltaf til að sjá fleiri og fleiri mæta. Verið öll velkomin!
Lesa

Boccia 60+ kl. 17 í dag

Minnum á hreyfingu 60+ í dag! Boccia í íþróttahúsinu frá kl. 17:00-18:00. Ekkert þátttökugjald, bara mæta og hafa gaman! Mjög góð mæting hefur verið í boccia síðustu vikur og hvetjum við fleiri til að bætast í hópinn.
Lesa

Ármann og Skafti verða Ungmennafélagið ÁS

Sameining Ungmennafélaganna Ármanns og Skafta í Skaftárhreppi var samþykkt samhljóða á fjölmennum fundi á Kirkjubæjarstofu í kvöld. Nýtt félag heitir Ungmennafélagið ÁS. Stjórnir Umf. Ármanns og Umf. Skafta hittust á fundi síðastliðið haust sem leiddi til þess að hugmynd um sameiningu félaganna komst á annað stig. Mikil vinna og gott samtal hefur átt sér stað síðan þá sem skilaði þessari niðurstöðu í kvöld. Þann 3. mars síðastliðinn hélt Umf. Skafti aðalfund sinn þar sem samþykkt var að allir félagar og starfsemi Umf. Skafta myndi færast yfir í ný stofnað félag, Umf. ÁS. Félagið er stofnað á kennitölu Ungmennafélagsins Ármanns og…
Lesa

Skráning á innanhúsmót USVS

Innanhúsmót USVS í frjálsíþróttum fer fram á Kirkjubæjarklaustri næstkomandi laugardag, 2. mars. Mótið hefst kl. 10. Skráning er hafin hjá USVS. Keppnisgreinar:7 ára og yngri: Langstökk án atrennu, boltakast og þrautabraut.8-9 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu og boltakast.10-11 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.12-13 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.14-15 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.16 ára og eldri: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp. Skráning á mótið berist á netfangið usvs@usvs.is í síðasta lagi sólarhring fyrir mót. Með skráningarpósti þarf að fylgja…
Lesa