Íþróttavika Skaftárhrepps

Í næstu viku ætlum við að hvetja fólk sem aldrei fyrr að mæta í íþróttahúsið og hreyfa sig með okkur. Á dagskránni er íþróttavika hjá okkur þar sem er að finna hreyfingu fyrir unga sem aldna. Vekjum sérstaklega athygli á eftirfarandi viðburðum:Þriðjudagur 26. nóvember.16:00-17:30 Tilboðsdagur Jako Sport í íþróttahúsinu KirkjubæjarklaustriFimmtudagur 28. nóvember.16:30 Afhending viðurkenningar og fyrirlestur Viðars Halldórssonar.
Lesa

ÁS verður fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Næstkomandi fimmtudagur, 28. nóvember, verður stór dagur fyrir Ungmennafélagið ÁS. Félagið mun þá formlega komast í hóp fyrirmyndarfélaga Íþróttasambands Íslands. Á heimasíðu ÍSÍ segir um verkefnið ,,Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþrótta-hreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Íþróttafélög og deildir innan félaga geta sótt um viðurkenningu til ÍSÍ að uppfylltum ákveðnum skilyrðum." Það er margt sem félag þarf að hafa til staðar til að gerast fyrirmyndarfélag. ,,Viðurkenningunni fylgja ýmsir kostir. Handhafar hennar hafa samþykkt stefnur og viðbragðsáætlanir í flestum þeim málum er snúa að íþróttastarfi. Fjölbreytt markmið með starfinu liggja fyrir og það eitt og sér eykur líkur á því að allir…
Lesa

Dagskrá í fullorðinsíþróttum vetrarins

Viljum bara minna á fullorðinsíþrótta dagskrána! Erum komin af stað en eins og gjarnan vill verða þá fer þetta frekar hægt af stað mætingarlega séð. Mætum sem flest og hvetjum fleiri til að mæta. Hlökkum til að sjá ykkur öll hress í íþróttahúsinu í vetur! :)
Lesa

Íþróttavika Evrópu í Skaftárhreppi

Hin árlega Íþróttavika Evrópu mun standa yfir í næstu viku. Að því tilefni verða allar æfingar félagsins opnar og erum við þá jafnframt að hefja vetrarstarfið hjá fullorðnum. Vekjum einnig athygli á því að frítt verður í sund laugardaginn 28. september og um að gera að nýta það! :) Sjáumst í íþróttahúsinu! Hér meðfylgjandi er dagskráin fyrir íþróttastarf fullorðna.
Lesa

Hreyfing 60+ hefst í október

Nú þegar líða tekur á haustið fer að verða tímabært að hefja hreyfingu 60+ að nýju. Eftir að vikuleg dagskrá fyrir 60+ var sett af stað í febrúar mættu að öllu jöfnu 5-10 manns á þá viðburði sem boðið var upp á. Von okkar er að sjálfsögðu sú að það fjölgi enn frekar í hópnum í vetur! Í vetur munum við áfram bjóða upp á sundleikfimi, boccia, pokavarp og ringó. Fyrsti viðburður haustsins verður í vikunni 6.-12. október og þar með hefjum við starfið formlega veturinn 2024/25. Það er alltaf mikið fjör hjá okkur og bjóðum við nýja meðlimi velkomna…
Lesa

Skráning hafin á Sportabler

Nú þegar seinni prufuvikan er í gangi hafa eflaust flestir nokkurn veginn gert upp hug sinn hvað þeir ætli sér að æfa í vetur. Lang flest "Allir með" valblöðin hjá 1.-4. bekk hafa skilað sér og það fer að koma nokkuð góð mynd á þetta. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á íþróttaæfingar í vefversluninni á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann. Hægt er að velja um að kaupa bara haustönn eða bæði haustönn og vorönn. Skráning fyrir haustönn lokar 30. september og því hefur fólk gott svigrúm til að ganga frá þessu. En við mælum alltaf með því að fólk klári þetta sem…
Lesa

Landsleikur í fótbolta

Það voru 11 spenntir knattspyrnuiðkendur úr Skaftárhreppi ásamt 3 fullorðnum fylgdarmönnum sem lögðu af stað í ferðalag í hádeginu síðastliðinn föstudag. Förinni var heitið til Reykjavíkur til að fylgjast með landsleik í fótbolta. Við komuna til Reykjavíkur byrjaði hópurinn á því að gæða sér á pizzu svo að allir myndu halda saddir og sælir á völlinn. Næst var haldið niður í Laugardal þar sem hópurinn skoðaði sig um í kringum Laugardalsvöll. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar hópurinn stillti sér upp við styttu af knattspyrnuhetjunni Alberti Sigurði Guðmundssyni. Albert var brautryðjandi í knattspyrnu á Íslandi, afrekaði það að vera fyrsti…
Lesa

Íþróttastarf haustannar hefst í næstu viku

Eftir smá pásu að loknu sumarstarfi hefst íþróttastarf haustannar í næstu viku. Íþróttastarf barna og unglinga hefst þá en áætlað er að íþróttastarf fullorðna og 60+ fari af stað í seinni hluta september mánaðar. Talsverð breyting er á tímatöflunni frá því sem var síðasta vetur. Fótbolti verður á mánudögum hjá 1.-10. bekk, körfubolti 5.-10. bekkjar á þriðjudögum, frjálsar íþróttir 1.-10. bekkjar á miðvikudögum sem og karate 1.-10. bekkjar. Á fimmtudögum er svo körfubolti 1.-4. bekkjar á dagskránni. 1.-4. bekkur hefur áfram kost á því að stunda íþróttaæfingar innan skólatíma. Nú á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Lagt er upp með strax…
Lesa

Lokahóf sumarstarfs 15. ágúst

Nú er síðasta vika sumarstarfs Ungmennafélagsins ÁS í fullum gangi. Við ljúkum sumarstarfinu formlega næstkomandi fimmtudag, 15. ágúst, með lokahófi. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu:
Lesa