HANDBOLTANÁMSKEIÐ 15. og 16. janúar
Ungmennafélagið ÁS bíður upp á handboltanámskeið 15. og 16. janúar. Á fimmtudeginum eru 1. – 4. bekkur á námskeiðinu á frístundartíma og 5. – 10. bekkur strax eftir skóla. Föstudaginn 16. janúar hefst námskeiðið kl. 15:00. Nánari upplýsingar um tímasetningar verða á Abler. Örn Þrastarson handboltaþjálfari á Selfossi kemur til okkar á fimmtudeginum en hann kom til okkar líka í fyrra. Sæunn, Stefán og Fanney Ólöf verða til aðstoðar á námskeiðinu og sjá um námskeiðið á föstudeginum. Námskeiðið endar á pizzapartýi á föstudaginn kl. 17:00 á Kirkjubæjarstofu. Við horfum saman á landsleikinn Ísland – Ítalía í beinni útsendingu og borðum…
