Gleðilega páska!

Samhliða páskafríii í grunnskólanum þá fara íþróttaæfingar barna og unglinga einnig í frí. Þær hefjast að nýju þriðjudaginn 22. apríl. Einhverjar fullorðinsæfingar og viðburðir hjá 60+ hreyfihópnum verða í næstu viku og verður það auglýst betur í dagskrá vikunnar sem birtist hér á heimasíðunni og á Facebook á sunnudaginn. Svo er einnig rétt að minna á heimsókn Borðtennissambands Íslands á Kirkjubæjarklaustur en þau verða í íþróttamiðstöðinni kl. 11:30-13:00 á morgun með opna æfingu og svo mót frá kl. 14:00. Hvetjum alla sem hafa tök á að taka þátt í þessu! Gleðilega páska og njótið sem allra best með fólkinu ykkar!
Lesa

Göngudagskrá UMFÁS sumarið 2025 – Vilt þú bjóða upp á göngu?

Við ætlum að endurtaka leikinn frá því síðasta sumar og vera með göngur á föstudögum á komandi sumri. Fyrsta ganga sumarsins verður 13. júní og sú síðasta 25. júlí. Unnið er að því að setja saman göngudagskrá fyrir sumarið. Hafi einhver áhuga á því að bjóða upp á göngu í sínu nærumhverfi í sumar væri það mikið skemmtilegt! Dagsetningar sumarsins eru eftirfarandi:13. júní 20. júní 4. júlí - Vantar11. júlí18. júlí - Vantar25. júlí - Vantar Endilega hafið samband við Sigga íþróttafulltrúa í síma 691-9594 eða í tölvupósti, siggi@klaustur.is ef þið hafið áhuga á að bjóða upp á göngu.
Lesa

Úrslitin réðust í oddahrinu

Í gærkvöldi fór fram spennandi blakleikur í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri þar sem blakkonur í UMFÁS skoruðu á ÁS old boys körfuboltaliðið í leik. ÁS konur byrjuðu betur og unnu fyrstu tvær hrinurnar, þá fyrri 25-19 og þá seinni 25-22. Eftir það tóku körfuboltamenn við sér og unnu þriðju hrinuna 18-25. Fjórða hrinan reyndist svo æsispennandi, körfuboltamönnum tókst þar að ná fram sigri 26-28. Því þurfti oddahrinu til að skera úr um hvort liðið myndi vinna. Þar höfðu körfuboltamenn aftur betur og fullkomnuðu þar með endurkomuna eftir að hafa lent 2-0 undir. Skemmtilegur leikur, gaman að brjóta upp starfið og vera…
Lesa

Íþróttaskóli laugardaginn 5. apríl

Næsti íþróttaskóli UMFÁS verður næstkomandi laugardag, 5. apríl, kl. 10:00. Skráning er hafin á Sportabler. Um er að ræða síðasta íþróttaskólann í bili. Stefnt er á íþróttaskóla í júní. Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnunum fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera. Efla hreyfinám og hreyfifærni sem stuðlar að auknum hreyfiþroska, líkamsþroska, félagsþroska…. Svo eitthvað sé nefnt. Við uppsetningu Íþróttaskólans er spáð í grunnhreyfingarnar, þ.e. skríða, ganga, læðast, hlaupa, hoppa/stökkva, jafnvægi, hrynjandi, spyrna, velta, lyfta, grípa, ýta, draga, klifra, hanga, kasta, slá….. Vefverslun á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann/
Lesa

Mikið líf og fjör á ÁS mótinu

Í gær fór hið árlega ÁS mót í körfubolta fram í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri. Skráðir voru til leiks tæplega 100 keppendur frá 5 félögum. Keppendurnir voru frá Ungmennafélaginu Kötlu, Íþróttafélaginu Dímon, Ungmennafélaginu Heklu, Íþróttafélaginu Garpi svo að sjálfsögðu Ungmennafélaginu ÁS sem átti 17 keppendur á mótinu. Alls spilaðir voru 29 leikir á mótinu, yngstu keppendurnir voru í 1. bekk og þeir elstu í 8. bekk. Ekki var annað að sjá og heyra en allir hafi skemmt sér vel og notið þess að keppa í þessari skemmtilegu íþrótt. Um er að ræða stærsta viðburð sem Ungmennafélagið ÁS stendur fyrir árlega. Sjálfboðaliðar…
Lesa