Hátíðarkveðja

Ungmennafélagið Ármann sendir þér og þínum hátíðarkveðju! Með kærri þökk fyrir samverustundir á árinu sem er að líða. Megi nýtt ár færa okkur öllum gæfu og gleði ásamt fullt af nýjum íþróttaminningum! Á milli jóla og nýárs verður dreift út fréttabréfi íþrótta- og æskulýðsstarfs í Skaftárhreppi. Þar sem lesa má um helstu atburði líðandi árs. Hér að neðan má lesa pistla formanns og íþróttafulltrúa en þeir munu einnig birtast í fréttabréfinu. Pistill formannsFanney Ólöf Lárusdóttir formaður Ungmennafélagsins ÁrmannsÁrið 2023 hefur einkennst af mörgum íþróttaviðburðum og miklu ,,hreyfiframboði”. Margt er í boði og reynt að höfða til sem flestra. Þetta er…
Lesa

Tómstundagjafabréf eða gjafabréf frá Jako Sport í jólapakkann?

Nú er hægt að kaupa tómstundagjafabréf! Handhafi tómstundagjafabréfs getur nýtt gjafabréfið til að greiða fyrir íþróttaæfingar og námskeið hjá Ungmennafélögunum í Skaftárhreppi, Ármanni og Skafta. Gjafabréfið kostar kr. 8000 en það jafngildir æfingagjaldi fyrir eina íþróttagrein á vorönn.Allar pantanir eða fyrirspurnir um tómstundagjafabréf berist á netfangið siggi@klaustur.is Einnig er hægt að fá gjafabréf hjá Jako Sport! Eins og flestum er nú kunnugt um er nýr íþróttafatnaður Ungmennafélaganna Ármanns og Skafta frá Jako Sport. Á heimasíðu Jako Sport er hægt að kaupa gjafabréf sem nýta má til að kaupa íþróttafatnað eða aðra aukahluti. Þið finnið Jako Sport gjafabréfin með því að…
Lesa

6. flokkur USVS keppti á Kjörísmótinu

Það var mikið líf og fjör í Lindex höllinni á Selfossi þann 3. desember síðastliðinn þar sem Kjörísmótið í 6. flokki fór fram. Þetta var annar sunnudagurinn í röð sem íþróttafélagið Hamar í Hveragerði stóð fyrir fótboltamóti. Þann 23. nóvember keppti 7. flokkur en nú var röðin komin að 6. flokki. Frá USVS var eitt lið skráð til leiks í 6. flokki. Liðið spilaði alls fjóra leiki á mótinu, gegn Hamri, KFR og tveimur ÍBV liðum. Krakkarnir skoruðu fullt af mörkum, unnu leik og það sem skiptir mestu máli nutu þess að spila fótbolta. Svo sannarlega skemmtilegur sunnudagsmorgun á Selfossi!…
Lesa