Hreyfiviku lauk með badmintonmóti

Hreyfiviku í Skaftárhreppi lauk formlega í kvöld með badmintonmóti í íþróttahúsinu. Leikið var í einliðaleik og voru fimm keppendur skráðir. Mótið fór þannig fram að spilað var í riðlakeppni. Að lokinni riðlakeppni mættust keppendurnir í tveimur efstu sætunum í úrslitaleik. Þau Gunnar Pétur Sigmarsson og Kristín Lárusdóttir, þar hafði Gunnar betur. Lokatölur 21-11. Sigurvegari mótsins fékk í verðlaun gjafabréf í pizzu og gos á Systrakaffi. Takk innlega fyrir Systrakaffi! Þetta var annar viðburður dagsins. Fyrr í dag var mjög áhugaverður og flottur fyrirlestur með Elísu Viðarsdóttur næringarfræðingi í félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Hreyfiviku í Skaftárhreppi er nú lokið en við hvetjum fólk…
Lesa

Flottir taktar og mikið fjör á Kjörísmótinu

Iðkendur í 7. flokki USVS og foreldrar tóku daginn snemma og voru mættir á Selfoss fyrir kl. 9 í morgun. Þar fór fram Kjörísmót íþróttafélagsins Hamars í hinni glæsilegu knattspyrnuhöll Selfyssinga, Lindex höllinni. Mikil spenna var eðlilega í hópnum þar sem margir voru að spila á sínu fyrsta stóra fótboltamóti. Mótið gekk afar hratt og vel fyrir sig og stóðu keppendur USVS sig með mikilli prýði. Þeir náðu í flott úrslit, skoruðu glæsileg mörk og það sem skiptir mestu máli skemmtu þeir sér vel. Lið USVS lék fjóra leiki á mótinu, við Grindavík, Fylki og tvö lið frá Val. Sjö…
Lesa

Mikil spenna á körfuboltamóti

Í tilefni hreyfiviku í Skaftárhreppi var boðið upp á körfuboltamót þar sem spilað var 2 á 2. Mótið fór fram eftir hádegið í dag og gekk afar vel fyrir sig. Skráð voru til leiks fjögur lið. Þetta voru liðin ÁS, the Legendery space cowboys and the spiders from Mars, Dúmbó og Steini, Lalli og Símon. Fyrirkomulagið var þannig að spilað var í riðlakeppni. Tvö efstu liðin mættust svo í úrslitaleik. The Legendery space cowboys and the spiders from Mars unnu þrjá leiki í riðlakeppninni og lið ÁS tvo. Þessi lið spiluðu til úrslita. Mikil spenna var í úrslitaleiknum. The Legendery…
Lesa

Boðað til félagsfundar 17. nóvember

Ungmennafélagið Ármann boðar til félagssfundar föstudaginn næstkomandi, 17. nóvember, kl. 19:30. Fundurinn verður haldinn á Systrakaffi. Boðið verður upp á pizzahlaðborð á fundinum. Á dagskrá fundarins er kynning á hugmynd um sameiningu Ungmennafélaganna í Skaftárhreppi, Ármanns og Skafta. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og ræða sameiningarmálin frá öllum hliðum. Stjórnin
Lesa

Nýr íþróttafatnaður – Samið við styrktaraðila

Það er með mikili ánægju sem við segjum frá því að nýr íþróttafatnaður fyrir ungmennafélögin í Skaftárhreppi verður brátt tekin í notkun. Ákveðið var að semja við Jako Sport sem þjónustar íþróttafélög um land allt. Einn af fjölmörgum kostum þess að vera hjá Jako er sá að þar getur fólk pantað vörur í vefverslun þegar hentar. Hóppantanir sem hafa tíðkast fram að þessu eru því úr sögunni. Nýr íþróttafatnaður verður merktur með nýju logo-i "ÁS". Á stendur fyrir Ármann og S fyrir Skafta. Einhyrningurinn sem margir þekkja orðið af körfuboltabúningnum birtist þar í nýrri mynd. Hönnuður logo-sins er Amanda Riffo.…
Lesa

Breyting á tímasetningu karateæfinga

Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi Umf. Ármanns að sameina karateæfingar á þriðjudegi og miðvikudegi í eina æfingu. Æfingar 5.-10. bekkjar og fullorðna verða hér eftir kl. 18:15 til 19:15 á þriðjudögum. Tekur þetta gildi frá og með deginum í dag, þriðjudeginum 7.11. Beðist er velvirðingar á hvað þessi breyting er auglýst með skömmum fyrirvara.
Lesa