Karateæfingar fyrir fullorðna hefjast á morgun

Ungmennafélagið Ármann mun að sjálfsögðu bjóða upp á ýmsa hreyfiviðburði fyrir fullorðna á komandi hausti. Í síðustu viku hófst körfuboltinn. Hann verður á miðvikudögum í haust frá kl. 19:30-21:00. Annað kvöld hefst svo karate fyrir fullorðna, þjálfari er Gunnar Erlendsson. Æfingarnar fara fram á þriðjudögum í haust frá kl. 19:30-20:30. Æfingin á morgun er opin til prufu! Síðar í vikunni mun svo opna fyrir skráningar á Sportabler og þá þarf að borga skráningargjöld ætli fólk sér að vera áfram með. Fleiri greinar munu svo bætast við fullorðinssportið þegar líður á haustið. Það verður kynnt betur síðar!
Lesa

Seinni prufuvikan að hefjast

Það var heldur betur mikið líf og fjör í síðustu viku þegar íþróttastarf haustannar hjá börnum og unglingum fór af stað. Fyrsta æfingavikan heppnaðist virkilega vel og þátttaka mjög góð á æfingum. Allar æfingar voru opnar til prufu í liðinni viku og það á einnig við um æfingar í þessari viku sem nú er að hefjast. Í dag verður Fanney Ólöf með fyrstu blakæfingu haustsins og hvetjum við alla til að mæta og prófa! Körfuboltaæfingarnar verða á sínum stað á morgun, þriðjudag. Fótbolti á miðvikudaginn en Siggi verður fjarverandi frá og með næsta miðvikudegi og næstu tvær vikunnar. Ekki hefur…
Lesa