Íþróttahátíð USVS í Vík 26. ágúst

Íþróttahátíð USVS fer fram á íþróttavellinum í Vík næstkomandi laugardag, 26. ágúst. Keppni hefst kl. 10. Hvetjum alla til að skrá sig börn jafnt sem fullorðna! Skráning fer fram í tölvupósti á netfangið usvs@usvs.is þar sem fram kemur nafn, kennitala og keppnisgrein. Nánari upplýsingar um greinar í meðfylgjandi auglýsingu USVS.
Lesa

Íþróttasumrinu 2023 lokið – Takk fyrir sumarið!

Íþróttastarfi sumarsins lauk formlega nú síðdegis með leikjafjöri og grilluðum pylsum! Þátttaka á æfingum og námskeiðum var heillt yfir mjög góð. Alls tóku 42 þátt í barna- og unglingastarfi félagsins í sumar sem er frábært! Einn af viðburðunum sem félagið stóð fyrir í sumar voru göngutúrar á föstudagskvöldum fyrir alla fjölskylduna. Þeir voru vel sóttir og er stefnt á það að bjóða áfram uppá göngutúra í haust. En það verður betur auglýst síðar. Þökkum öllum þeim sem tóku þátt í starfi félagsins á liðnu sumri kærlega fyrir þátttökuna. Við hlökkum til að sjá ykkur á hreyfiviðburðum félagsins í vetur! Meðfylgjandi…
Lesa