Mikið fjör á strandblaksnámskeiði
Það var mikið fjör á strandblaksvellinum á Kirkjubæjarklaustri í gær. Þar fór fram kynningarnámskeið í strandblaki, þjálfari var Thelma Dögg Grétarsdóttir atvinnu- og landsliðskona í blaki. Námskeiðið var auglýst sem opið kynningarnámskeið í boði Ungmennafélagsins Ármanns. Byrjað var á námskeiði fyrir börn og síðar mættu unglingar og fullorðnir. Þátttaka var góð, alls tóku 18 þátt á námskeiðinu. Við þökkum Thelmu kærlega fyrir komuna og vel heppnað námskeið. Vekjum að lokum athygli á því að ef einhverjum langar að fara í strandblak er hægt að fá lánaða bolta í íþróttamiðstöðinni.