Opið kynningarnámskeið í strandblaki
Þann 15. ágúst næstkomandi verður opið kynningarnámskeið í strandblaki á nýja vellinum við íþróttamiðstöðina á Kirkjubæjarklaustri. Thelma Dögg Grétarsdóttir mun hafa umsjón með námskeiðinu. Thelma er landsliðskona í blak og strandblaki og hefur spilað fyrir Íslands hönd á stórmótum. Skráning mun fara fram á Sportabler og hefst á næstu dögum. Fjölmennum!