Göngutúr UMFÁ 28. júlí

Næsti göngutúr UMFÁ verður föstudaginn 28. júlí. Hreyfing fyrir alla unga sem aldna og allt þar á milli. Gengið verður að Tröllshyl í Landbroti. Mæting á hlaðið í Seglbúðum kl. 19:30, þaðan verður gengið að Tröllshyl. Endilega skráið ykkur í hópinn á Sportabler. https://www.sportabler.com/shop/umfarmann/1
Lesa

Skráning á Unglingalandsmót stendur yfir til 31. júlí

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um Verslunarmannahelgina er nú í fullum gangi. Opið er fyrir skráningar til mánudagsins 31. júlí, mótið er fyrir börn og unglinga 11-18 ára. Keppnisgreinar mótsins eru alls 19 og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvetjum alla til að kynna sér keppnisgreinarnar! Skráning fer fram á ulm.is ! USVS greiðir þátttökugjald fyrir sína keppendur líkt og síðustu ár. Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa USVS á landsmótinu 2022 á Selfossi. Þar hlaut USVS fyrirmyndarbikar UMFÍ.
Lesa

Strandblaksnámskeið í ágúst

Búið er að finna nýja tímasetningu á strandblaksnámskeiðið sem átti að vera í lok júní en var frestað. Námskeiðið verður 18.-20. ágúst. Umsjón með námskeiðinu hefur Thelma Dögg Grétarsdóttir og henni til aðstoðar verður Sigþór Helgason. Hvetjum fólk til að taka þessa daga frá! Skráning þeirra sem höfðu skráð sig á námskeiðið í júní gildir áfram en vilji einhver fá endurgreitt er það líka í boði. Námskeiðið verður betur auglýst þegar nær dregur.
Lesa

Göngutúr UMFÁ 7. júlí

Næsti göngutúr UMFÁ verður á morgun, föstudag. Hreyfing fyrir alla unga sem aldna og allt þar á milli. Gengið verður á Heiðarborg. Mæting á efra bílastæðið við Fjaðrárgljúfur kl. 19:30, þaðan verður gengið á Heiðarborg. Endilega skráið ykkur í hópinn á Sportabler. https://www.sportabler.com/shop/umfarmann/1
Lesa