Þrjú lið frá USVS á Smábæjaleikunum – 5. flokkur lék til úrslita! 🥈

Þriðja árið í röð fjölmenntu fótboltakrakkar og foreldrar þeirra úr Vestur-Skaftafellssýslu á Smábæjaleikana á Blönduósi. Frá USVS voru þrjú lið skráð til leiks, í 7. flokki (7-8 ára), 6. flokki (9-10 ára) og 5. flokki (11-12 ára), keppendur voru alls 21. Keppendur USVS stóðu sig með mikilli prýði og sáust heldur betur mörg flott tilþrif. Flott samspil, mikil barátta, glæsileg mörk og síðast en ekki síst frábær liðsheild eru orð sem lýsa vel liðum USVS á Smábæjaleikunum um helgina. Í 7. flokki var niðurstaðan 6. sæti af 10 liðum, flottur hópur og voru flestir að spila á sínu fyrsta fótboltamóti.…
Lesa

Strandblaksnámskeiði frestað

Strandblaksnámskeiðið sem áætlað var að halda á Klaustri dagana 23.-25. júní hefur verið frestað. Unnið er að því að finna nýja dagsetningu í samstarfi við Thelmu Dögg sem mun hafa umsjón með námskeiðinu. Einnig er nú unnið að því að koma vellinum í stand. Í síðustu viku fengum við skeljasand í völlinn. Það er okkar von að völlurinn verði notaður sem mest, bæði í strandblak sem og strandhandbolta. Báðar greinarnar hafa notið mikilla vinsælda á Unglingalandsmótum UMFÍ.
Lesa